Þá er skólinn byrjaður....

Jæja þá er allt að verða komið í fastar skorður á heimilinu þar sem við mæðgur erum allar byrjaðar í skólanum. Stelpurnar eru komnar inn í rúm á kvöldin núna á skikkanlegum tíma og svo er bara ræs á liðið klukkan 7 á morgnanna.

Skólinn hjá stelpunum byrjar rólega og er enn ekkert heimanám komið á hjá þeim en lesturinn er komin á fullt skrið. Malena er orðin svo stór að hún bað um að fá að sleppa því að vera í vistun. Þannig að nú kemur hún bara ein heim úr skólanum og hringir í mig og lætur mig vita ef ég er ekki heima. Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel í þessar tvær vikur sem eru að verða komnar og held ég að það eigi bara eftir að ganga vel.

Jana Sól er í vistun til 4 alla daga og virðist vera alveg alsæl með það enn allavega en spurning hvernig það verður þegar að frá líður. Hún er að verða mun betri í stöfunum og það gengur mjög vel hjá henni að setja saman nokkra stafi í litlum orðum.

Hjá mér er það hinsvegar aðeins önnur ella. Skólinn byrjaði bara með látum og ég sé fram á að það verði meira en nóg að gera hjá mér fram að jólum. Ég get svo sem sett ykkur nett inn í þegar að ég segi að hann byrji með látum. Það er bók sem er 440 bls sem við eigum að vera búin að lesa fyrir 12 september og þá er próf úr henni!! En þar sem við í bekknum ákváðum að skipta henni niður og gera úrdrátt úr henni þannig að það auðveldar lesturinn til muna.

Þetta byrjar sem sagt vel hjá okkur öllum og verð ég að segja að ég er farin að hlakka mikið til að takast á við öll hin verkefnin sem bíða eftir mér, bæði skólalega og hér heima.

En núna er ég að hugsa um að fara að gera minn hlut úr bókinni fyrir þetta próf.

Þangað til næst.... brostu framan í heiminn þá brosir heimurinn framan í þig Grin

Kveðja Mona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Snillingurinn minn,... þú ert hetja mundu það... Við Ragnar erum að flitja heim...:o)lyfina sem hann á að fá núna eru öll í töfluformi.. þannig að við erum að flitja út af sjúkra húsinu þessa dagana...

Knús mín kæra... 

Margrét Ingibjörg Lindquist, 5.9.2008 kl. 02:08

2 identicon

Gott stöff með samvinnuna!
Greinilega á tánum yfir skólatrikkunum hehe.

 Gaman að heyra af stelpunum líka! Hef ekkert heyrt í þeim í dágóðann tíma.
Kastaðu kossum og knúsum á þær fyrir mig

Halldór (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 05:16

3 identicon

Jáhá.. Ég verð að viðurkenna að ég er þónokkuð sátt við ákvörðun mína um að setja háskólanám á bið í eitt ár.. Þá hef ég nægan tíma til þess að undirbúa mig andlega undir átökin :)

Annars vildi ég bara kvitta fyrir mig og kasta á ykkur kveðju frá Kaliforníu!! Vonandi hafið þið það sem allra best á Klakanum ;)

Snædís Ósk (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 16:31

4 identicon

Magga - Já ég var búin að sjá að þið eruð að flytja heim og það er svo yndislegt, til hamingju með það mín kæra

Halldór - Drengur ég get sagt þér það að þetta skólatrikk er snilldin eina ef þetta gengur allt eftir sem ég hef fulla trú á. Nauðsynlegt þegar svona pressa er sett á mann ;)

Snædís - þetta er ekki eins slæmt og það hljómar, bara henda sér í djúpulaugina og þá reddast þetta fyrir rest.... Frábært að heyra frá þér og hafðu það sem best.... Stattu þig stelpa ;)

Mona (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 01:43

5 identicon

ég verð alltaf svo ánægð þegar ég sé að þú hendir inn færslu! ;o)

og skólinn, það er nú e-d sem þú tekur í nefið! ;o)

Svala systir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 13:51

6 identicon

æji takk fyrir það litla systir ég vona svo sannarlega að ég eigi eftir að taka skólann í nefið ;)

ég sjálf (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 473

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband