Sögur úr sumarfríinu...

Þá er komið að því að ég ætla að stikla á stóru og segja ykkur aðeins frá því sem við vorum að gera í sumar. Ég setti mér markmið í byrjun sumars að vera ekki heima neina helgi í sumar. Mér tókst að standa við það fyrir utan eitt föstudagskvöld og eitt laugardagskvöld og var það sko ekki sömu helgina. Það voru líka 2 heilar vikur sem fóru í ferðalög og voru stelpurnar með aðra vikuna en ekki hina.

Ég hef ekki farið lengra í austur en Mývatnssveit í allavega ein 7 ár þannig að það var ákveðið í fyrri vikunni sem var farið að vera á austurlandinu. það var mikið keyrt um og skoðað og mikið farið í göngutúra og alveg rosalega gaman.

DSCN4016  Hér er ég búin að finna Grettishelli.

Var á leiðinni upp að Dettifossi þegar að það var gerður frekar langur út úr dúr bæði keyrandi og labbandi til þess að koma við í honum. Dettifoss var einnig skoðaður og botninn í Ásbyrgi labbaður allur fram og til baka. Einnig var farið í hljóða kletta og tekinn hringur þar og labbað að Karli og Kerlingu í þeirri ferð einnig. Ég held svei mér þá að ég hafi labbað meira samanlagt á þessum tveimur dögum en ég hef gert í einhver ár FootinMouth

Í þessari austurlandaferð var farið alla leið austur á Seyðisfjörð og var það alveg meiriháttar gaman. Þar voru Dóri frændi og Hrönn með hús alveg við ánna sem rennur í gegnum bæjin. Yfir 20°hiti, öl og að skella sér að vaða, gerist ekki öllu betra. Og ég tala nú ekki um skemmtunina þegar að Gunni ákvað að skella sér á kajak og Dóri frændi var að aðstoða hann vegna þess hversu erfitt var að róa í ekki dýpra vatni en þessu.

 DSCN4128

Þetta var mjög skemmtilegt atvik að horfa á LoL

Einnig var alveg magnað að sjá þegar að Norræna var að sigla inn þennan þrönga litla fjörð og ég tala nú ekki um hvað það var flott að sjá allt þetta magn af bílum sem voru að bíða eftir að komast um borð. Þar sem ég á nú ættir að rekja á Seyðisfjörð fannst mér sérstaklega áhugavert að fara og skoða Tæknisafnið sem er búið að gera þar. Hægt var að skoða gömlu símstöðvartækin og meira að segja var hægt að prufa að hringja úr einum síma í annan. Mjög áhugavert vegna þess að amma Svala hefur svo oft minnst á það að þegar að hún bjó á Seyðisfyrði og var ólétt af múttu þá vann hún á símstöðinni.... Skemmtilegt!!! Einnig keyrðum við framhjá húsinu sem amma langa og afi langi bjuggu í. Var að hugsa um að banka upp á og ath hvort mér yrði ekki boðið í kaffi en mér sýndist enginn vera heima þannig að ég hætti við það Tounge

Frábært ferðalag og alveg ofboðslega mikið labbað, skoðað, keyrt og lært um staðina sem við fórum um.

Svo þegar að það kom að seinna langa ferðalaginu sem var farið í var upphafið af því á Siglufyrði. Malena var að keppa á pæjumótinu og var alveg rosalega gaman að fylgjast með leikjunum sem hún spilaði. Stelpurnar lentu í 3ja sæti í sínum flokki og enduðu í 7. sæti á mótinu af 14 liðum og það er flottur árangur. Malena spilaði reyndar bæði með 6. flokk og 5. flokk þannig að það var alveg nóg að gera hjá henni.

 DSCN4205Hérna er fótboltastjarnan að hita upp....

Eftir alveg stórskemmtilega helgi á Siglufyrði fórum við í sveitina og vorum þar eina nótt. Við fengum lánaðan bílinn og A - hýsið hjá þeim í sveitinni og lögðum upp í langferð sem endaði á því að vera alveg ofboðslega skemmtileg og farið á staði sem mér hefur bara dreymt um að koma á. Það var tekin ákvörðun um að fara yfir Kjöl og tók það okkur rúma 5 tíma vegna þess að vegurinn var alls ekki skemmtilegur. En útsýnið varð alveg til þess að bjarga því. Að sjá lónin þarna uppi í allri auðninni og svo jöklarnir að skríða niður úr fjöllunum, ólýsanlegt.

þegar að við komum yfir Kjöl stoppuðum við bæði við Gullfoss og Geysi og löbbuðum um og skoðuðum. Stelpunum fannst það alveg rosalega skemmtilegt og þeim fannst fossin alveg ferlega flottur. Og þegar að við stoppuðum hjá Geysi og þær sáu Strokk gjósa þá var ekki mjög auðvelt að koma þeim í burtu aftur ;)

Daginn eftir slógumst við í för með ömmu Svölu og Sigga kærastanum hennar og var það alveg rosalega gaman. Hann þekkir svo mikið til á suðurlandinu og það var mjög gaman að fá að komast með honum í ferð eins og þessa. Við fórum í Þórsmörk og það er staður sem mig hefur alltaf langað til að koma á. Landslagið þar er alveg ótrúlegt og ég held að þetta sé með fallegri stöðum sem ég hef séð á landinu.

Það var svo farið lengra og lengra austur eftir og við gistum með þeim í 2 nætur. Fyrri nóttin var á Skógum og seinni staðurinn Kirkjubæjarklaustur. Á leiðinni á Þessa staði var stoppað og skoðað á mörgum stöðum og Siggi sagði okkur margt skemmtilegt um staði í kring sem við komumst ekki í að skoða. Einn af stöðunum sem við stoppuðum á var Laufskálavarða. Þar var einu sinni Jörð sem búið var á en það er sagt að þegar að fólk er að fara þar framhjá í fyrsta skiptið á það að stoppa og hlaða vörðu, það er fyrir fararheil fyrir viðkomandi.

DSCN4373Hér er varðan sem var hlaðin

En sem sagt ýmislegt var skoðað og við vorum eins og sannir ferðamenn. Fórum á söfn, löbbuðum upp að Svartafossi í Skaftafelli og ég tala nú ekki um ógleymanlegu ferðina sem við fórum á Jökulsárlóninu. En sem sagt stelpurnar löbbuðu og innbyrgðu svo mikið magn af upplýsingum á einni viku að það var allt komið í kross hjá þeim. 

En svona til að slá botninn í þetta að þá var þetta síðasta ferðalag sumarsins mjög áhugavert og það endaði með því að við fórum hringinn. Síðustu nóttina gistum við í Mývatnssveit og var það mjög skemmtilegt.

En allavega þá er ég búin að fara yfir sumarið í Mjög stórum dráttum þar sem margt var brasað.

Þangað til næst.... ekki gleyma að ferðast um landið okkar, Við eigum svo ótrúlega margar perlur sem gaman er að skoða.

Kveðja Mona 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Áskell Stefánsson

VÁ!
Nú skil ég af hverju maður sá þig næstum því ekkert í sumar!
Þvílíkt og annað eins sumar!
Ánægður með þig! Þvílíkur draumur!

spurning um að safna svo pening og skellum okkur öll til Orlando (DISNEY) í famelíuni hér á næsta ári! ;)

Annars er þetta blog það næsta sem ég hef komist heimþrá síðan ég kom út!
Þvílíkt sem Ísland er Bezt í heimi!

Halldór Áskell Stefánsson, 31.8.2008 kl. 22:50

2 identicon

Já þetta var sko þvílíkur draumur... Og ég vona bara að ég fái færi á að gera þetta mikið oftar með fjölskyldunni minni :)

Ég er sko meira en til í að vinna í að safna peningum til að koma liðinu til Orlando :D

Það var ekki ætlunin að koma inn heimþrá hjá þér en það er gott að þú hugsar heim ;) kiss og knús

Ég sjálf (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 08:51

3 identicon

frábært sumar! þetta verður enn betri vetur :)

þuríður (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 16:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 473

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband