Góð helgi...

Já það er óhætt að segja að helgin sé búin að vera góð. Hjá mér byrjaði hún eiginlega um hádegi á föstudaginn þar sem ég ákvað að nota part af afmælisgjöf sem ég fékk, skellti mér í klukkutima dekur nudd og VÁÁÁ hvað það var ljúft!!!

Á laugardaginn fórum við svo í siglingu hér um fjörðinn með bátnum Húna II og var það alveg ferlega gaman. Þar komumst við reyndar að því að við erum engar aflaklær á þessu heimili þar sem við fengum engan fisk þegar að við vorum að veiða. En samt var þetta mjög gaman, einhverjir veiddu einhverja fiska og voru þeir grillaðir og fengu allir að smakka sem vildu. Eftir það var svo grillað ofan í mannskapinn og svo var siglt heim. Góð ferð og mikil gleði.....

Í dag var svo heldur betur tekið á því hér í garðinum. Þar sem runnarnir voru við það að drukna og týnast í grasi var ákveðið að hendast í það verkefni að bjarga þeim. Tók það megnið af deginum að hreinsa alla runnana og gera þá mjög svo fína og þvílíkur munur.... Held að það hafi ekki verið farið í þessa runna í einhver ár þannig að magnið af grasi og drasli fyllti 7 ruslapoka!! En fínt að klára þetta af vegna þess að liðið hjá bænum keyrir um á morgun og tekur garð úrgang úr síðuhverfinu.... Fínt að þurfa ekki að koma þessu sjálfur í burtu ;)

En núna held ég að málið sé bara að henda sér upp í sófa og horfa á eitthvað skemmtilegt og gera ALLS EKKI neitt meira í dag.

Þangað til næst..... Kiss og knús og hafið það sem best

Kveðja Mona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já helgin hefur aldeilis verið góð hjá ykkur :)  Nú er heldur betur farið að styttast í Eurovision kvöldin!!!! Myndi heldur ekki skemma fyrir að sjá einhverjar einkunnir.... held eg....reyndar ekki gaman ef þær eru eins og sálfræðieinkunnin mín  *snöööökt*
Manst svo að kíkka í kaffi aftur nokkrum sinnum í vikunni og halda geðheilsu minni uppi :Þ

p.s.  Flott nýja útlitið (þó ég hafi verið alin upp við Arsenal ansi lengi!!) 

Eva Rafnsd (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:42

2 identicon

Hehehe já þakka þér ég er meira fyrir united heldur en litlaust leiðnlegt eitthvað.... ARGHHH ég er ekki neitt smá farin að bíða eftir flestum dögum vikunnar.... eurovision, fótbolti og meiri eurovision....  og já ég skal alveg reyna að vera dugleg að kíkka á þig góða mín.. svona svo þú verðir ekki endanlega gaga ;)

Ég sjálf (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 20:52

3 identicon

yessss ég fékk auðvelt dæmi núna... Eva er gaga... hehe, ég kem á föstudaginn, galvösk, með reyndar 2 snarklikkaðar kellingar í bílnum, ekki eins klikkaðar og þið samt en þú veist... klikk. ÁFRAM ARSENAL!

þuríður (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 14:21

4 identicon

Hehehe það er nú gott að þú fékkst auðvelt dæmi núna.... frekar fúlt ef dæmin verði til þess að þú farir í verkfall í að henda inn commenti hér ;)

Eva er orðin gaga og ég er að verða gúgú.... hér breytist ekki neitt ;)

Mona (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 15:51

5 identicon


Held ég sé samt meira orðin gaga-gúgú klikk í kúlunni minni :þ
Takk fyrir kaffi-innlitið í morgun, Þuríður þú veist þú ert skyldug til að kíkja á mig !

Eva (IP-tala skráð) 19.5.2008 kl. 20:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 547

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband