Vangaveltur fyrir sumarið....

Ég er búin að vera svo mikið að velta fyrir mér hvað mig langar að gera í sumar að ég er alveg komin í marga hringi hérna.... Ég er alveg á því að ég verð að skreppa út í Grímsey með ormana mína og til að komast aðeins þangað sjálf... Svo er ég búin að vera að hugsa mikið um hvort það væri ekki snilldin eina að koma sér í tjald útilegu, helst fleiri en eina.

Mest myndi mig langa til að komast í sólina, koma mér aftur til Portúgal eða eitthvað svoleiðis en það er búið að vera að ræða það á heimilinu og allir sammála um að safna og það á að skella sér í svoleiðis á næsta ári.....

Annars er ég búin að vera að ræða það við ormana mína um að fara í útilegur í sumar og þær eru sko vel opnar fyrir því og eru farnar að spá í hvert við ættum að fara og hvað væri hægt að gera. Ég er búin að hugsa það mikið og ég held að það gæti komið skemmtilega út ef við ákveðum það í sameiningu hvert við förum og ég veit að það verður að velja staði þar sem hægt er að fara í sund ;)

Allavega er að koma mikill sumarhugur í mig og ég bara vona að sumarið verði ferlega gott svo við getum næstum látið eins og við séum á sólarströnd eða allavega í hlýju landi....

Þangað til næst... Knús og kossar Mona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hrikalega erfið þessi reikningsdæmi hérna... þegar maður ætlar að skrifa komment, ekki alveg fyrir tölulesblinda eins og mig.... aaaanyways... þið náttla komið í útilegu í sveitina þegar ég skelli mér á norðurlandið ;)

þuríður (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:04

2 identicon

Já ég held að það sé ekki spurning sko að mæta með liðið í tjald og fínerý eina helgi....bara ljúft

ég sjálf (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 548

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband