Tími til að blogga

jamm og jæja ég er alveg mögnuð með að vera hreinlega búin að gleyma að ég þykist vera með blogg síðu!!! Tounge

En það er bara búið að vera brjálað að gera í skólanum, endalaus verkefnaskil og próf og ritgerðir og voða voða gaman. Allavega er ekki séns fyrir mig að setjast niður og hafa áhyggjur af að hafa ekki nóg að gera.......

Það er farið að ganga mun betur hjá Litla dýrinu í skólanum og hún er farin að þekkja mun meira af stöfum og er farin að reyna að finna út hvaða stafir það eru í orðum. þannig að það kemur að því að hún verður farin að lesa áður en ég veit af. Hún er líka farin að vera aðeins duglegri við að skrifa og er farin að sýna þessu aðeins meiri áhuga.... allt að gerast hjá henni Smile

Malenu gengur mjög vel og er alveg rosalega dugleg að lesa, bæði fyrir skólann og svo bara fyrir sjálfa sig. svo er hún mikið að skrifa ( skrifar alveg mjög vel) og teikna og hún virðist vera á mjög góðu róli í skólanum.

Við mæðgur erum í saumaklúbb með mömmu og Svölu og svo kemur Bára vinkona okkar oftast og er með okkur líka, voða stuð á föstudagskvöldum hjá okkur Wink Malena er búin að vera rosa dugleg og er búin að sauma eina mynd og byrjar á nýrri næst. Jana er ekki alveg eins dugleg en þetta er allt að koma hjá henni...

Sundið gengur rosalega vel hjá þeim og þær eru mjög ánægðar þar. enda sem betur fer því þær hafa bara svo gott af því að vera í einhverjum íþróttum:)

En ég á víst að vera að hlusta á kennarann minn í augnablikinu þannig að ég er að hugsa um að fara að taka eftir hvað hann er að tala um. :)

þangað til næst..... batnandi bloggara er best að lifa!!!! Halo

knús og kossar Mona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jáh! þú ert sko með blogg! ;-)

svala (IP-tala skráð) 3.12.2007 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 547

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband