Þá er þessi fína helgi á enda.....

...eurovision búið og mikið að gera í dag þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta nema kannski hvað mér finnst evrópubúar vera klikkaðir í lagavali á sigurlagi í gærkvöldi!!

Valey kom hingað í gær með Hildi Maríu og ákváðu þær að horfa með okkur hérna á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Hér var mikil eftirvænting að sjá hvernig Regínu og Friðrik myndi ganga (allavega var spennan mikil hjá mér þar sem ég er mikið eurovision fan) og vorum við sáttar við frammistöðuna. Þegar að öll lögin voru komin byrjuðum við að spá í spilin og velta fyrir okkur hvaða lög hefðu verið góð og hvaða lög hefðu verið ekki svo góð.

Þegar að kom svo að stigagjöfinni verð ég að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hvaða lög skutust upp í efstu sætin og héldu sér þar megnið af tímanum. Mest voru samt vonbrigði mín þegar að Íslendingar gáfu alveg hundleiðinlegum lögum atkvæði og að góð lög komust ekki einu sinni á listann frá okkur. Reyndar gat ég alveg fyrirgefið þeim að hluta þegar að ég sá að Danir urðu fyrir valinu þegar að kom að 12 stigunum.

En svona heilt yfir þá var ég sátt við að við vorum með í aðalkeppninni, stóðu þau sig með stakri prýði og ekkert út á þau að setja á nokkurn hátt. þó ég sé ekki hrifin af vinningslaginu þá verð ég að segja að ég hugga mig við að við enduðum fyrir ofan Svíþjóð og var það mín mesta gleði með kvöldið ;)

Stelpurnar ákváðu að

Í dag er svo búið að vera alveg nóg að gera, garðurinn sleginn, gluggaþvottur og svo var farið í Gloppu og aðstoðað Sillu og Palla við að koma hjólhýsinu þeirra. Gerði ég svo sem ekki stóra hluti en var meira svona andlegur stuðningur;)

Þannig að dagurinn var með eindæmum góður, hlýr og bara endalaus gleði.

Þangað til næst..... Í sól og sumaryl la la la la la

Kveðja mona 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ Kæra mona vinkona, takk fyrir síðast, ég er að ná mér fyrst núna og er auðvitað með fögur fyrirheit um að hætta að hegða mér eins og unglingur og fara að hegða mér eins og fullorðin manneskja.... en you know how it goes.

 langaði bara að kasta kveðju,

love,þuríður

þuríður (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 12:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 543

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband