Frekar mikið að gera en það er léleg afsökun!!!

Halló halló allir saman...

Ég er búin að ákveða að lofa engu í sambandi við mig og bloggið mitt en ég er alveg ferlega mikið að reyna að standa mig sko Wink 

En það er svo sem ekki mikið nýtt hjá okkur hér. Skóli, skóli og aftur skóli hjá okkur mæðgum. Ég var alveg búin að gera mer grein fyrir að það væri mikil vinna í þessum blessaða skóla og er það nú ekkert ofsögum sagt en ég sé sko ekki eftir því að hafa drifið mig því þetta er alveg ferlega gaman. Þetta er mikil keyrsla og margt að gera en það er ótrúlegt hvað síast inn hjá stelpunni. :)

En svo er það að allt öðru. Á síðasta ári er búið að vera alveg ótrúleg barnasprengja í fjölskyldunni og það eru sko komnir 6 ormar á rétt innan við ári. Við erum að fara í skírnaveislu á laugardaginn hjá Írisi og Sigga. Þau eignuðust alveg ferlega flottan gúbba sem er svooo líkur pabba sínumSmile Hlakka svo mikið til að sjá hann í fína skírnakjólnum sem ég ætla að lána honum.......

Stelpurnar byrjuðu að æfa sund núna í haust og Malena var látin byrja í flokk með Jönu en strax eftir annan tíman var hún send upp í flokk með jafnöldrum sínum því hún var mikið betri í bringusundi en þjálfarinn hélt. Og svo er það litla dýrið, sundkennarinn segir að hún sé með lungu eins og hvalur. Syndir í kafi eins og hún hafi aldrei gert neitt annað í lífinu. Þannig að ég er ferlega stolt af skæruliðunum mínum Grin 

En jæja þá er ég að hugsa um að fara aðeins að kíkka á sálfræði og Sigmund Freud!!!!!!

Þangað til næst..... munið að tíminn er dýrmætur og notið hann því vel;)

Knús og kossar Mona


Ekkert skánað.... :(

Ég verð mjög svo hissa ef einhver fer yfir höfuð hér inn miðað við hvað ég er búin ð vera ferlega léleg í þessu öllu. Ég hélt ég myndi nú aldeilis fara að taka mig á og leyfa ykkur aðeins að heyra frá okkur hér en ég hef aldeilis ekki verið að tanda mig...

Spurning hvort það takist hjá mér núna ;)

En svona aðalfréttirnar eru þær að við byrjuðum allar í skóla í haust

Malena er í 3ja bekk í Síðuskóla og er alveg jafn ánægð með skólann núna eins og í fyrra. Hún er með sama kennara og ég held öllum sömu krökkunum og í fyrra þannig að hún er vön og þekkir þetta allt saman :)

Jana Sól byrjaði í 1. bekk í Síðuskóla og var hún alveg ferlega spennt yfir því að byrja. Það hefur alveg gengið mjög vel nema hún er ekki alveg að skilja þörfina á að kunna að lesa og kunna alla stafina því henni finnst bara að við getum lesið fyrir hana það sem hún þarf að vita ;) En það fer vonandi allt að koma....

Ég skellti mér í Háskólann í haust og það er búið að vera alveg mikið meira en nóg að gera:) Þetta er stanslaus keyrsla en mér finnst þetta mjög gaman og mjög áhugavert þannig að vonandi bara á það eftir að ganga vel og að ég nái að klára mín 3 ár...

Annars er bara sama rútínan á okkur og hefur verið, vorum í Portúgal í sumar og það var alveg meiriháttar, stelpurnar fóru svo til pabba síns þannig að sumarið var mjög skemtilegt.

En nú er ég að hugsa um að láta þetta gott heita og ég ætla alveg að reyna að henda inn hér kannski svona ca 1 sinni í viku allavega smá upplýsingum svona um hvað á daga okkar hefur drifið. Spurning hvort það gangi betur ef það er svona skipulag í gangi:)

Þangað til næst.... Þolinmæði þrautir vinnur allar!!! ;)

Knús og kossar Mona


Olá frá Portugal...........

Halló allir heima á litla landinu!!!!!!!

Ákvad ad hendast rétt hér inn til ad segja ykkur hvad vid hofum tad ótrúlega gott hér í sólinni.. Ordin svona voda brún og saet, ný komin úr vatnsrennibrautagardi og svaka stud..

Hendi inn myndum og ferdasogu tegar ég verd komin heim...

Tangad til naest.... sól, sól skín á mig ;)

Knús og kossar Mona


Komin tími til að breyta!!!!

Jæja halló halló!

Ég er alveg búin að vera mjög svo lélegur bloggari undanfarna mánuði þannig að ég ákvað að prufa að koma hér inn og sjá hvort sú breyting hafi ekki meiri blogg-löngun í för með sér Grin

Ætla reyndar bara að hafa þetta stutt og laggott hér því ég er eiginlega að pakka niður í töskur því ég er að hugsa um að henda mér í sólina á Portúgal í 2 vikur Tounge En skal alveg koma með fína ferðasögur og myndir þegar ég kem til baka.........

Þangað til næst..... Hafið það sem allra best og ég skal alveg hugsa fallega til ykkar úr sólinni ;)

Knús og kossar Mona 


« Fyrri síða

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 547

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband