Hvað gengur fólki til?

Fólk er fíbl er nokuð sem ég hef sagt annað slagið í gegnum tíðina og ég varð fyrir reynslu um helgina sem fékk mig til að styrkja þá skoðun mína enn betur.

Hvað er það sem fær fólk til að drulla yfir annað fólk?

Hvað er það sem fær fólk til að kalla annað fólk illum nöfnum?

Hvað er það sem fær fólk til að dæma annað fólk?

Hvað er það sem fær fólk til að tala um það sem það þekkir ekki?

Hvað er það sem fær fólk til þess að halda ekki kjafti og koma sér í burtu þegar það er beðið um að gera það?

Ég er að tala um algjörlega að tilefnislausu með öllu!!!

Flest fólk er fínt samt sem áður og mikið til af góðu fólki. En ég lenti í manni um helgina sem ég vona að ég sjá aldrei aftur á meðan að ég lifi. Ég þekki hann ekki neitt og ég hef ekki talað við hann en hann þekkir mann sem ég þekki og meira að segja hef ég ekki hugmynd um hvað hann heitir. En hann þekkir til mín og hann þekkir eitthvað af fólkinu mínu og hann leyfði sér fyrir vikið að segja hluti sem ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að heyra. Til að gera langa sögu stutta þá varð Mona svo ofboðslega reið að hún lét hnefann tala...... En reyndar var ég búin að gefa aðvaranir en þar sem það var ekki virt þá bara endaði það svona...... Devil 

En að allt öðru og mun skemmtilegri málum.

Laugardagskvöldið var tær snilld!!!!

Ingunn, Bubbi, Valey, Hjalti, Gunni, Gunni T og ég tókum okkur til og spiluðum bæði Bíóbrot og svo eftir að strákarnir náðu að vinna okkur í því var ákveðið að taka fram Hættuspilið. Þar sem hættuspilið ber nafn með rentu þá endaði það með því að ég var orðin frekar pirruð og eiginlega á parti við það að verða reið þegar að Ingunn tók sig til og vann.

Frábært kvöld með Öllu og ég segi bara takk fyrir mig Kissing

Þangað til næst..... Horfið í hina áttina þegar að þið hittið heimskt fólk... það er ekki þess virði að eyða orku í það ;)

 Kveðja Mona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Áskell Stefánsson

ókeijjj.... ég á systir sem er meiri ofbeldisboli en ég.
Heyrist við verða að spjalla... ég er forvitinn.

Halldór Áskell Stefánsson, 20.10.2008 kl. 05:21

2 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Hmmmm heheh já það er nauðsynlegt að vera með smá spjall fljótlega ;)

kiss kiss

Monika Margrét Stefánsdóttir, 20.10.2008 kl. 16:10

3 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

já þú segir... hef alldrey vitað til þess að þú hafir gert annað eins áður... OG ef þér hefur fundist það nauðsyn... snannaðu til þá VAR NEUÐSYN... eða ef ég má orða það þannig að fyrst að honum tókst að reita mína svona til reiði þá hefur hann verið verulega fyrir utan strikið...

En gott að laugardagurinn var góður... KNÚS Á ÞIG OG ÞÍNA...

Love yaaa....

Margrét Ingibjörg Lindquist, 21.10.2008 kl. 19:59

4 identicon

Takk fyrir síðast þetta var voða gaman

Æi fólk á bágt svo sannarlega sumir eru bara svo einstaklega vitlausir og meira segi ég nú ekki  

Bestu kveðjur frá Bengunni.

Bengun (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 09:43

5 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Magga: já mín kæra hann fór svo langt yfir strikið að ég veit að þú trúir því ekki..... En ég segi þér þetta betur síðar sæta.... love yaaa 2

Bengun: Já takk sömuleiðis, þetta var tær snilld!!! það er bara þannig að sumt fólk á að hafa vit á að halda sig heima eða sleppa því að opna munninn um hluti sem þeir vita ekkert um

Kiss og knús á ykkur frá mér

Monika Margrét Stefánsdóttir, 22.10.2008 kl. 13:02

6 identicon

hey! var föstudagskvöldið ekki skemmtilegt samt líka eða?

við gerðum nú margt annað skemmtilegt en að hitta þennan hálfvita! ;o)

Svala (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:02

7 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Jú klárlega var það mjög svo skemmtilegt..... Fannst alveg einstaklega gaman að ná að skella mér með ykkur á djammið ;)

Monika Margrét Stefánsdóttir, 24.10.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband