Afmæli hjá litla dýrinu, sláturgerð og skóli.....

...... og ég tala nú ekki um þjóðfélagsumræður ofan í allt saman!!!

Já ég get sko alveg sagt ykkur það að litla dýrið mitt er orðið 7 ára og ég bara veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Að sjálfsögðu er það eins með hana og alla hina í fjölskyldunni að við þökkum bara fyrir hvert árið sem við höfum hvort annað en 7 ÁRA!!!! Klárlega er ég að vakna upp við þann draum þessa dagana að ég á ekkert lítið barn lengur sko...... En þar sem ég er ánægð og sæl með hvað ég á flottar stelpur þá get ég ekki kvartað Cool Hér var haldin fín afmælisveisla fyrir fjölskyldu og vini og var mín alveg ferlega ánægð með daginn sinn og allar gjafirnar sem hún fékk.

Í gær var svo frábær sláturgerðardagur. Kristjana og Brói komu hér með litla snúð upp úr 10 í gærmorgun og vorum við ekkert smá duglega í að drullumalla saman. Í hvert skiptið sem ég hef komið nálægt sláturgerð undra ég mig alltaf á því hverjum í ósköpunum datt í hug að blanda þessu svona saman til þess svo að borða þetta!!!  Ekki þar fyrir að mér finnst þetta algjört sælgæti hvort sem það er heitt með stöppu eða kalt með grjónagraut.... Þannig að ég segi bara snilld að þetta hafi verið fundið upp á sínum tíma Smile

Í skólanum er sko búið að vera meira en nóg að gera og mér finnst ég varla geta gert aðra hluti öðruvísi en að fá móral yfir að vera ekki með kveikt á tölvunni eða með einhver ljósrit eða bók í hönd.... En þar sem ég ætla að reyna að gera góð verkefni og skila góðum prófum þá bara verður það að vera svona. Var í einu prófi á þriðjudaginn og er að fara í annað próf núna á miðvikudaginn og var að skila verkefnum í síðustu viku og svo er ég að fara að skila 20 % verkefni á miðvikudaginn þannig að það er bara spurning um að velja á milli í hverju ég ætla að læra núna, prófið eða verkefnið Whistling

En sem sagt hér er nóg að gera og ég er sko alveg með það á hreinu að ég hef allavega ekki undan verkefnaleysi að kvarta. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég vinn betur ef það er mikið að gera og ekki of mikill laus tími vegna þess að ef það er þannig þá verð ég svo löt... Svo er alltaf bara spurning um að hafa gaman af því sem verið er að gera... Wizard

Það sem hefur hins vegar fundist vera alveg að rugla mig þessa dagana er umræðan í þjóðfélaginu í dag!! Ég er orðin alveg rugluð á því hver sagði hvað og hver er í stjórn fyrir hvað og hvað er verið að fara að gera næst og ég tala nú ekki um hverjir það eru sem eru að fara að vera vinir okkar og lána okkur og hverjir vilja eitthvað gera og hverjir vilja ekki gera neitt og hvert við eigum að snúa okkur til að fá upplýsingar og hverjir það eru sem gefa réttar upplýsingar og hvað við eigum og hvað við eigum ekki og hvernig það endar í sambandi við þá sem eiga sparifé og hvernig þeir sem eiga ekki sparifé hafa það betra og að best er að eiga ekkert en ef mar á eitthvað hversu mikið er það þá í rauninni og thjaaa já á ég að halda áfram??? W00t

Ég held að þetta sé bara orðið gott og ég verð samt að hafa það með að ég hef aldrei verið jafn ánægð að eiga ekki neitt og vera í skóla. Ég held að það sé aldrei þessu vant best eins og staðan er í dag Sideways

En þar sem ég er sæl og ég er glöð og ég á mat og ég á heimili og ég á börn og ég á skóla óg ég á vini og ég á fína heilsu þá ætla ég bara að segja I LOVE YOU og fara að læra InLove

Kveðja Mona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Elsku dulgelga bestasta vinkona... þú ert svo mikil perla að maður fær ofbyrtu í augun að horaf á þig... hehheee.. en ég á þig sem eina af perlunum  mínum og það er það sem skiptir mála... Knús á alla línuna.. farðu vel með þig... LONV yA...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 12.10.2008 kl. 15:13

2 Smámynd: Halldór Áskell Stefánsson

Já lov jú tú!
Haltu áfram að læra!

PS. Djöfull finst mér stutt síðan maður kom í heimsókn í eitthvað af húsnæðunum þínum hvort sem það var Ak, Rvk, eða aftur á Ak og passaði þessa skæruliða yfir vídjói og nammi!!

Halldór Áskell Stefánsson, 12.10.2008 kl. 23:19

3 identicon

Haha já maður er pottþétt með forskot á þjóðina núna, áratuga reynsla í fátækt :D Klárlega biiiiilað að gera í skólanum, sem er fínt því smá pressa hjálpar aðeins !!! En talandi um samviskubitið, ég las til hálfeitt í gærkvöldi og datt þá inn í einhverja mynd á stöð 2 næsta klukkutímann og fékk svo svaka móral yfir að hafa eytt tímanum í annað en lestur..... spurning að róa sig inn á milli í brjálæðinu....En leist vel á pælinguna með slátrið......spurning hvaða samsetningar hafi verið prófaðar áður en þessi varð lendingin :)
knús, Evz

Evz (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 12:53

4 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Til hamingju með dottluna þína  Þau eru svo fljót að vaxa þessar elskur að áður en við vitum af verður maður orðinn einn í kotinu

Dagbjört Pálsdóttir, 14.10.2008 kl. 08:44

5 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Magga: Það er gott að vita að ég er ein af perlunum þínum, takk fyrir mig

Litli brói: Ég geri mitt besta í að halda áfram að læra. Já mér finnst svooo stutt síðan að ég var alltaf að betla í ykkur að passa fyrir mig þegar að þær voru LITLAR

Evz: Hehehe já það er eins gott að maður þekkir það vel að eiga ekki neitt. Það er samt nauðsynlegt að lýta annað slagið upp úr bókunum, annars verður mar geggjaður. Ég þakka mínum sæla samt fyrir að hafa ekki þurft að vera sú sem smakkaði slátrið til áður en þessi samsetning fannst

Dagbjört: Takk fyrir það kærlega, ég er enn að læra að ég þarf ekki að hafa þær hjá mér alltaf og að þær geta alveg verið einar annað slagið þannig að ég vil ekki hugsa um þegar að þær verða farnar að heiman

Monika Margrét Stefánsdóttir, 14.10.2008 kl. 09:12

6 identicon

já Mángi minn, það er einmitt það að núna eru þær bara orðnar það stórar að þeim fer að hætta meira að segja að vanta pössun... eins og við vorum að ræða um daginn! hehe;)
ég held að þær verði nú frekar hneykslaðar þegar þær verða orðnar svona 4 árum eldri og þú verður enþá að reyna að troða þeim í pössun einhversstaðar! ;o) því þær eru jú enþá litlu stelpurnar þínar! ;o)

Svala systir (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 15:56

7 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Hehehe rétt er það litla systa.... Það er bara svo ótrúlega erfitt eitthvað að fatta þetta ;)

Monika Margrét Stefánsdóttir, 14.10.2008 kl. 16:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband