25.2.2009 | 10:32
Ég sökka feitt.....
....já það er alveg komið á hreint að ég er ekki að gera mig sem virkur bloggari!!!
Spurning um að sætta sig bara við það og vera ekki stúrin ef allir eru búnir að gefast upp á að koma hér inn þar sem lítið hefur gerst hér!!!
En annars er bara allt það sama að frétta héðan, allt á fullu og má segja að flestir dagar eru bara bókaðir frá morgni til kvölds í að gera fullt, fullt af hlutum.
Það er skólinn, æfingar hjá Maleu í fótbolta, Malena með mentornum einu sinni í viku, Malena að vinna einn dag í viku, Jana Sól á sundæfingum, Jana að meta hvort hún eigi að leika við vini eða horfa á teiknimyndir, ég í endalausum verkefnum í augnablikinu og er að fara í prófalestur og svo brjótum við þetta upp annað slagið um helgar með því að fara í fjallið eða í sund!!!
Þannig að hér er bara nóg að gera og það er bara fínt þar sem við erum ekki að höndla það þegar ekkert er að gera, þá verða bara allir voða pirraðir og leiðir.
Þar sem öskudagurinn er í dag þá var ræs í morgun kl 6:30 þannig að glimmerkötturinn og meiddi þórsarinn hefðu nægan tíma til að fá sér að borða og græja sig fyrir skemmtilegan dag þar sem hittingur var heima hjá einni korter í 8 í morgun ;) Þannig að það verður rosa gaman að koma heim í hádeginu og sjá hvaða nammi það er sem bíður mín vegna vorkunar um að ég sé orðin fullorðin og get ekki sungið og fengið nammi eins og þær ;)
En þangað til næst..... vonandi borðið þið ekki of mikið nammi því þá fáðið þið bara illt í magann!!! ;)
Kveðja Mona
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
- Magni Þór Snilldar bloggari :)
- Einar og Anna Svíarnir mínir
- Eva Rafns Ha skvísa
- Litla systa yndið mitt yngsta og besta :)
- Snædís Ósk krútta í BNA
- Þuríður HA snillingurinn minn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vel spilað að senda skæruliðanaút og smala nammi fyrir þig! ;)
Halldór (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 02:44
Blessuð, þú hér líka:) fann þig á einhverjum bloggrúnt, fer inn á síður hjá hinum og þessum og finnur alltaf einhverja sem maður þekkir:) Vonandi eruði ekki búin að borða yfir ykkur af nammi á heimilinu, gormurinn hér fékk svo mikið að maður hélt að þetta entist út árið, en þegar nammigrísir eins og foreldrarnir komast í feitt þá er það ekki lengi að hverfa;)
kv. Harpa mágk.
Harpa (IP-tala skráð) 1.3.2009 kl. 18:32
Halldór: mun auðveldara og ódýrara að gera það en að fara sjálfur á stúfana ;)
Harpa: ég er allsstaðar :P Það er svona svipað á mínu heimili.... alveg ótrúlegt hvað hægt er að finna í þessum pokum til að gera þá léttari ;)
Monika Margrét Stefánsdóttir, 2.3.2009 kl. 10:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.