15.1.2009 | 21:36
Hér er allt komið í fastar skorður....
....skólinn að komast á skrið, allar æfingar byrjaðar og gormarnir komnir í bælið á skikkanlegum tíma á kvöldin.
Það er mikil tilhlökkun hjá okkur mæðgum þar sem stefnan er tekin í Hlíðarfjall á laugardaginn um hádegi. Jana Sól er að fara í skíðaskóla Andrésar og við Malena ætlum að skella okkur með, ég á skíðum og hún á bretti. Það verður rosalega gaman að sjá hvernig henni gengur þar sem ég hef ekki farið með henni í fjallið áður.
Jana Sól var ekki í vandræðum með það að læra á skíði. Hún hafði aldrei stigið á skíði þegar að hún fór í fjallið síðasta laugardag. Börnin voru beðin um að elta þjálfarana á skíðunum og foreldrum bent á að halda sig til hlés. Þegar að ég kom svo aftur tveimur tímum seinna þá bara sá ég mína renna sér í minnstu brekkunni eins og hún hefði aldrei gert neitt annað en að vera á skíðum. Svo á sunnudeginum þá bara skutlaði ég henni aftur upp í fjall og skildi hana eftir og þegar að ég kom svo aftur tveimur tímum seinna þá var mín bara komin í næstu brekku sem er aðeins brattari og var að renna sér þar með hópnum sem hún var sett í. Ekkert smá stolt og ánægð mamma sem fylgdist með skíða drottningunni ;)
Það eru orðin ein 8 ár síðan ég fór á skíði síðast held ég og þurfti ég að fara heim til fyrrverandi tengdaforeldra minna í dag og sækja skíðin mín..... Þannig að ég skellti þeim beint til Vidda til að láta bera undir þau þannig að ég standi ekki bara kyrr á sama stað þegar að ég ætla að fara að renna mér á laugardaginn ;)
Annars hef ég eitthvað lítið að segja í augnablikinu en ég skal koma með skemmtilega skíðasögur hér inn um helgina....
Þangað til næst...... vonandi fer ég mér ekki að voða, hugsið fallega til mín rétt eftir hádegi á laugardaginn ;)
Kveðja Mona
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
- Magni Þór Snilldar bloggari :)
- Einar og Anna Svíarnir mínir
- Eva Rafns Ha skvísa
- Litla systa yndið mitt yngsta og besta :)
- Snædís Ósk krútta í BNA
- Þuríður HA snillingurinn minn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Knús og koss... mundu að mér þykir óendanlega vænt um þig...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 18.1.2009 kl. 19:44
Alltaf stuð á skíðum ;)
Magni Þór (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.