Þá er skólinn byrjaður aftur....

..... og þá fer allt að komast í fastar skorður aftur.

Mikið verður það nú gott eftir þetta frí þegar að allt verður komið í sinn vanalega gír á heimilinu og í skólanum hjá okkur mæðgum. Ég er að verða frekar pirruð á því að geta ekki sofnað á kvöldin og vera svo drullu þreytt á morgnanna.... ekki minn stíll sko.

Annars er allt hér bara að detta í eðlilegar skorður, Malena byrjuð aftur á fótboltaæfingum og búin að skella sér einu sinni í fjallið á þessu ári... Bretti, bretti, bretti Grin

Jana Sól er einnig byrjuð aftur á sundæfingum og svo er hún að fara að byrja í Andrésarskólanum, skíðanámskeið sem verður næstu 2 helgar á bæði laugard og sunnudag. Hún er alveg voða spennt fyrir því. Wink

Svo bara verður mamman að fara að dusta rykið af skíðunum sínum og taka upp gamla takta og drattast til að skella sér í fjallið með gormunum.... það verður stuð!!!!Tounge

En jæja ég er eiginlega alveg komin með nóg eftir kvöldið.... Búin að taka eldhúsið alveg gjörsamlega í gegn hérna þannig að ég er að hugsa um að fara að koma mér í bælið....

Þangað til næst.. verið góð við hvort annað og þá græða allir ;)

Kveðja Mona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæ sæta mín.. já það er alveg dásamlegt þegar lífið kemst aftur í fasta rútínu.. svona eins dásamleg og fríin eru..

en sá að Jana er að fara í skíðaskólann.. Orri er að fara líka á þetta sama námskeið... er þetta ekki spurning um að við gellurnar nýtum tíman og rifjum upp takta í fjallinu meðan börnin eru á námskeiði...

kv Dagný

Dagný (IP-tala skráð) 9.1.2009 kl. 13:43

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Elsku dúllan mín.. var ekki bara kominn tími á að þú slakaðir á... þá fórstu í eldhúsið... hehehee.. þér líkt... Þú ert svo mikil PERLA.. knús.. og klemm...

LOVE YA...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 9.1.2009 kl. 16:55

3 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

Dagný: Sorry var ekki búin að kíkja hér fyrir helgina.... en ég er sko alveg til í að dusta rykið af skíðunum mínum og ath hvort ég kunni þetta enn um næstu helgi sko ;)

Magga: Já ég veit.... ég er alveg að reyna að muna að það er gott að gera ekki neitt stundum en ég bara ræð oft ekki við mig :P

Monika Margrét Stefánsdóttir, 11.1.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband