3.1.2009 | 15:15
Gleðilegt nýtt ár.....
..... og takk öll fyrir það gamla!!!
Ég bara trúi því varla að það sé komið að enn einu nýju ári, enn eitt árið búið og ég gerði ekki næstum allt sem ég ætlaði að gera á því síðasta!!!!
Ég verð alltaf jafn hissa þegar að þetta gerist en samt gerist þetta á hverju einasta ári...
Mona ætlar að gera ákveðna hluti
Mona kemst ekki yfir ákveðna hluti
Mona er of löt til að gera ákveðna hluti
og svo bara BÚMM KOMIÐ NÝTT ÁR!!!!
En jæja ég ætla ekkert að væla eitthvað yfir því svona er ég víst bara og hef verið í rúm 30 ár og ég held ég fari ekkert að taka upp á því að breytast neitt of mikið.
Nýja árið leggst held ég bara nokkuð vel í mig, ég er að læra hér fyrir þetta eina próf mitt sem mér tókst svona snilldarlega að ná ekki en ég bara fer á mánudaginn og rúlla þessu upp, vonandi
það eru nokkrir hlutir sem ég ætla mér að gera á nýja árinu og ég skal standa við þá alla ef ég mögulega get.....
brosa meira
hlægja meira
borða meira - minna (fer eftir vigtinni)
tala meira (hmmm eða bara svipað samt held ég fyrir ykkur hin)
æji ég ætla bara að vinna í því hörðum höndum að vera meira glöð og ánægð á nýju ári, það finnst mér gott plan
En nú er ég hætt og ætla að drattast til að halda áfram að læra....
Hafið það sem allra best á nýja árinu og takk fyrir allt gamalt og gott......
Kveðja Mona
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
- Magni Þór Snilldar bloggari :)
- Einar og Anna Svíarnir mínir
- Eva Rafns Ha skvísa
- Litla systa yndið mitt yngsta og besta :)
- Snædís Ósk krútta í BNA
- Þuríður HA snillingurinn minn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt árið & vonandi gekk þér snilldarlega í prófinu þínu Sjáumst í skólanum
Dagbjört Pálsdóttir, 7.1.2009 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.