24.11.2008 | 19:22
Ég vildi að ég gæti......
..... bætt við nokkrum klukkustundum í sólarhringinn
..... losnað við verkinn í bakinu á mér
..... farið í sólarlandaferð
..... eytt meiri tíma með fjölskyldunni minni
..... hitt vinkonur mínar meira
..... fengið að vita hvað ég fæ fyrir ritgerðina í Þróunarmálum
..... brosað hringin án þess að eyrun myndu stoppa það
..... gert eitthvað í landsmálunum
..... gert svo miklu miklu meira!!!!!!
En þar sem ég get það ekki þá ætla ég bara að vera alsæl með það sem ég get gert.....
ég get.......
..... reynt að skipuleggja mig betur þannig að 24 tímar nægja
..... farið í sturtu og þá skánar bakið
..... farið út að labba í snjónum og beðið eftir að komast á skíði
..... eytt tíma með fjölskyldunni í næstum mánuð í jólafríinu
..... einnig hitt vinkonur mínar í jólafríinu
..... beðið róleg, einkunnin kemur
..... brosað alveg nógu breytt þó svo að eyrun séu enn föst á mér
..... lagt mitt af mörkum en ég breyti engu í landsmálum
..... gert mitt besta hverju sinni!!!!!
Það er brjálað að gera hjá mér þessa dagana þannig að þetta verður stutt og laggot.... Vildi bara láta ykkur vita að ég er á lífi og ég segi ykkur eitthvað ferlega skemmtilegt þegar að ég verð búin í prófunum.....
þetta finnst mér hljóma alveg eins og gott plan.....
Þangað til næst..... hafið það sem best og reynið að brosa í gegnum súrt og sætt í þjóðarmálum
Kveðja Mona
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
- Magni Þór Snilldar bloggari :)
- Einar og Anna Svíarnir mínir
- Eva Rafns Ha skvísa
- Litla systa yndið mitt yngsta og besta :)
- Snædís Ósk krútta í BNA
- Þuríður HA snillingurinn minn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú er best... :) love you hony...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 25.11.2008 kl. 22:59
Mona mín ! Þetta er gott plan. Gangi þér vel í prófunum. Kv Bengun
Bengun (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 20:39
Með betri bloggum sem ég hef lesið hérna! :)
Gaf mér gott búst fyrir daginn!
Sjáumst bráðum!!!
Halldór Áskell Stefánsson, 1.12.2008 kl. 19:39
Magga: takk elskan, veitir ekki af að vita að fólki þykir vænt um mann :)
Bengun: mér finnst þetta klassa plan, takk krútta :)
Halldór: jæja það er gott að þetta náði til þín.... hlakka til að sjá þig :)
Monika Margrét Stefánsdóttir, 2.12.2008 kl. 09:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.