24.10.2008 | 17:48
Að finna það besta í öllu......
...... er eitthvað sem gefur lífinu auðveldari og þægilegri tilgang en að vera alltaf að bölva öllu og öllum!!! Klárlega skemmtilegra og gerir mann glaðari
- Það er þreyta í minni í dag en ég fer bara snemma að sofa í kvöld
- Það er spáð brjáluðu veðri og ég er ekki að pirra mig á því
- Það er slatti af snjó og mér finnst það fínt
- Það er búið að vera frekar kalt og ég klæði mig vel
- Það er mikið að gera í skólanum og ég verð að skipuleggja mig vel
- Það var próf hjá mér í morgun og ég veit ekkert hvernig mér gekk, kemur í ljós
- Það er skírn á morgun sem ég ætla klárlega að mæta í (hlakka svo til)
- Það er BRJÁLAÐ að gera hjá Gunna sem er gott
- Það er leiðinlegt að ryksuga en með mama mia á fullu gerir það fínt
- Það er myndataka á sunnudag ef veður leyfir, annars bara seinna
- Það er brjálað veður í Grímsey í dag heyrði ég, er að fara þangað eftir viku
- Það er slæmska í bakinu en það hlýtur að líða hjá
- Það er kreppa í landinu en ég ætla EKKI að láta hana hafa áhrif á mig ef ég get!!
Þetta er bara svona nett innsýn í lífið hjá okkur, bæði skemmtilegir og ekki svo skemmtilegir hlutir og það er alveg þannig að ég er alsæl með þá alla með tölu. Að sjálfsögðu alveg mis sæl en gef ekkert eftir í að reyna að gera það besta úr hlutunum hverju sinni og njóta svo allra þeirra góðu inni á milli
Ég er ánægð með lífið og ég vona að þið séuð það líka!!!
Kveðja Mona
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
- Magni Þór Snilldar bloggari :)
- Einar og Anna Svíarnir mínir
- Eva Rafns Ha skvísa
- Litla systa yndið mitt yngsta og besta :)
- Snædís Ósk krútta í BNA
- Þuríður HA snillingurinn minn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Spurt er
hvernig lýst ykkur á að það er komin snjór?
Athugasemdir
Að sjálfsögðu er ég sátt við lífið .. því að ég á þig sem vinkonu... það er gerir lífið yndislegt, litríkt, skemmtilegt og kærleiksríkt... Knús mín kæra.. vonandi verðru veðrið flott á sunnudag og þið líka... heyrumst...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 24.10.2008 kl. 23:10
Ég hef það fínt þakka þér ;)
Halldór Áskell Stefánsson, 25.10.2008 kl. 01:55
Já dúllan mín við munum sko klárlega eiga skilið að lyfta okkur dálítið upp eftir miðjan des, það er klárlega verið að reyna að drekkja okkur í heimavinnu ! Þurfum að kljúfa þessar næstu vikur, ég er alveg á því að dash af kæruleysi geri lífið einfaldara hahahahaha :) knúz dúllz ;)
Evz (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 12:25
Magga: takk fyrir þetta Snúllan mín..... verðum klárlega að fara að gera eitthvað í þessum sunnudagshitting sem ekki hefur enn orðið af ;)
Halldór: það er nú aldeilis gott að þú hefur það gott ;)
Evz: Já það er alveg þannig að við verðum að reyna að halda okkur á floti núna þessar 3 lokavikur og svo bara að taka prófin með trompi :) Þetta með kæruleysið er alveg klárt mál... nauðsynlegt til að komast í gegnum þetta allt saman ;)
Monika Margrét Stefánsdóttir, 9.11.2008 kl. 16:06
Það er svoleiðis jákvæðnin hér að maður gengur brosandi út að eyrum frá tölvuskjánum- meira svona í veröldina ;) Áfram Mona...
Valey (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.