25.9.2008 | 22:39
Að gera eins vel og maður getur.....
.... er hægt að fara fram á eitthvað meira af manni sjálfum eða öðrum?
Ég hef verið að hugsa um það undanfarið hvers vegna fólk gerir svona miklar kröfur á allt og alla og þá oftast ekki síst á sjálft sig. Reyndar finnst mér fólk alveg skiptast í tvennt með það hvort það gerir kröfur á sjálft sig eða ekki en allir gera kröfur á aðra í kringum sig. Ekki þar fyrir að auðvita er ágætt að það séu gerðar kröfur á mann vegna þess að ef það væri ekki þá myndi fátt gerast og ýmislegt myndi miður fara. En fyrr má nú rota en dauð-rota.......
Þessar hugleiðingar kviknuðu hjá mér af nokkrum litlum ástæðum sem tengdust ekki í fyrstu en þegar á heildina var litið þá röðuðust þær saman og urðu til þess að ég fór að velta fyrir mér afhverju maður er að gera svona harðar kröfur og þá sérstaklega á sjálfan sig.
Það er búið að vera mikið að gera í skólanum, eitt próf búið og regluleg verkefnaskil. Ég kom nú sjálfri mér skemmtilega á óvart að ég náði prófinu þrátt fyrir að hafa verið í smá aðgerð þar sem ég var svæfð deginum áður. Verkefnaskilin hafa gengið ágætlega og ef ég held áfram svona þá þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur af verkefnunum.
Einnig er ég að vinna rannsóknarverkefni og er svo heppin að hafa leiðbeinanda í því verkefni sem er sérfróður í því efni sem ég er að gera þannig að ég er farin að hlakka til að hella mér í þetta verkefni af fullri alvöru. Þetta verður mikil vinna og þetta tekur tíma sérstaklega þar sem ég þarf að vinna allt tvöfalt, fyrst á Íslensku og svo á Ensku þar sem leiðbeinandinn minn kann ekkert í íslensku.
Ég er sátt og finnst þetta alveg ferlega skemmtilegt allt saman og myndi ekki vilja vera að gera neitt annað en samt hef ég verið að standa mig að því að vera að gera mjög svo óraunhæfar kröfur og snúast þær allar að mér. Ég er að reyna að vera dugleg að læra og ég vil helst fá betri einkunnir en ég hef verið að fá og mig langar að skilja allt námsefnið betur en ég geri og svona get ég lengi talið áfram.
Einnig er hægt að bæta við að ég er mamma og á þessar tvær flottu stelpur sem ég elska meira en allt!! Ég stend mig að því að finnast ég stundum ekki vera að standa mig sem skildi gagnvart þeim og er það nú oftast ef það hefur verið ágreningur eða þær eða ég verið þreyttar og pirraðar og svo framvegis. Ég tel mig samt svona heilt yfir vera góð mamma þannig og ég hugsa að ég sé ekkert ein um að hugsa stundum svona.....
En það sem varð til þess að ég fór að hugsa um þetta allt og raða þessu saman var að ég á þrjár alveg yndislegar vinkonur sem ég er búin að eiga lengi og tvær af þeim eru búnar að vera vinkonur mínar í sennilega hátt í 20 ár!!!! Hmmmm já ég veit stelpur þetta hljómar langur tími en segir ekkert um að við séum að verða gamlar En það sem varð til að ég fór að hugsa um kröfurnar sem maður gerir á sjálfan sig eru stundum bara óraunhæfar og það er bara númer 1,2 & 3 að það má ekki gleyma því sem máli skiptir í lífinu þó það sé mikið að gera hjá manni.
Þegar að ein af þessum vinkonum mínum talaði við mig á msn um daginn brá mér nett þegar að hún sagðist ætla að panta tíma hjá mér í kaffi og sígó með spjalli...... og nokkrum dögum seinna þá hringdi önnur í mig og ætlaði að kíkka á mig og skila smá dóti sem ég á hjá henni og ég bara var ekki heima og þegar að þessi þriðja hringdi nokkrum dögum seinna og ætlaði að bjóða mér með í heimsókn til til einnar vinkonu og ég sagði nei takk því ég var að vinna að verkefni sem ég átti að skila daginn eftir.......... Svona get ég alveg haldið áfram að telja upp og gerðist þetta allt bara á nokkrum dögum!!!!!
Þetta fékk mig til að hugsa um að kannski verð ég bara að gjöra svo vel að drattast til að endurskipuleggja þetta allt saman og bara búa til tíma sem ég á til þess að hitta þessar vinkonur mínar því þær eru mér svo mikils virði..... svo mikið er víst
En allavega þá er ég búin að vera að skoða þetta allt saman og vona bara að mér takist að finna leið til að standa undir eigin kröfum og kannski að laga til í þeim kröfum sem ég geri á sjálfa mig....
Þangað til næst..... munið að þegar að þig gerið kröfur á ykkur og aðra að vera sanngjörn og muna að flestir gera eins vel og þeir geta
Kveðja Mona
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
- Magni Þór Snilldar bloggari :)
- Einar og Anna Svíarnir mínir
- Eva Rafns Ha skvísa
- Litla systa yndið mitt yngsta og besta :)
- Snædís Ósk krútta í BNA
- Þuríður HA snillingurinn minn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Elsku Mona mín Þú mátt vera svo stolt af sjálfri þér, allt sem þú hefur afrekað & vera "full time" mamma & í fullu háskólanámi Það er svo satt sem þú segir með þessar blessuðu kröfur en þá sérstaklega þær kröfur sem við höfum gagnvart sjálfum okkur. Stundum þarf eitthvað mikið að gerast svo við áttum okkur á því að við erum að drepa okkur á því að standast undir eigin kröfum Það er alltaf gott þegar maður áttar sig á því að kannski þurfti maður að hægja á sér áður en það er orðið of seint. Ég hef fulla trú á því að þú getir þetta & það mjög vel & mundu að þú ert ekki ein & hvað þá einmitt í þessari stöðu Langar að senda þér fullt af knúsi núna & vona að þú náir að njóta helgarinnar í einhverju öðru en lærdómi
Dagbjört Pálsdóttir, 25.9.2008 kl. 23:21
Elsku Mona!
ég hef oft pirrað mig ógeðslega mikið á þessum endalausu kröfum samfélagsins. Kröfur samfélagsins á menntunarstig, útlit, klæðaburð, mataræði og svo framvegis. Samfélagið virðist einhvern vegin krefjast þess af okkur að vera í einhverri kúrfu, vera eftir einhverjum stöðlum, en þú veist hvernig ég er, ég tek ekki þátt í þessu! Þú ert svoleiðis líka, við erum svipaðar í þessu... þú ert svo dugleg ég dáist að þér, í náminu erum við saman í öllu + það ert þú með fjölskyldu og heimili samt finnst mér við alveg hafa jafn mikið að gera... sem er undarlegt þar sem ég er bara ein og bý ein og ætti þar af leiðandi að hafa nægan tíma fyrir sjálfan mig. Þú hinsvegar rumpar öllu dóteríinu af með bros á vör. Það eru ekki allir svoleiðis, Mona mín þú ert hetja!
Love,
Þuríður
Þuríður (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 10:59
Við skulum rúlla'essu upp! :D
Magni Þór (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 11:59
Dagga: þakka þér kærlega fyrir, það var gott að fá að heyra þetta. Ég veit að ég er ekki ein í þessari stöðu og ég hef sko fulla trú á okkur líka ;) megi helgin einnig verða þér góð
Þuríður: Kiss og knús á þig og takk kærlega fyrir öll þessi fallegu orð... það var bara gott að lesa þetta og ég ætla að taka allt til mín sem þú sagðir og leggja mig fram við að muna það ;)
Magni: ójá við rúllum þessu sko klárlega upp.... ekki spurning :)
Monika Margrét Stefánsdóttir, 26.9.2008 kl. 16:27
Þú ert nátturulega einstök manneskja og það er heiður að þekkja þig... Það er eitt sem er svo frábært við að eiga góða vini er að hvað sem maður tekur sér fyrir hendur í lífinu, hversu mikinn tíma það tekur (frá vinum), eða hvaða þrautir lífið veitir manni eða jafnvel meira að segja ef þeir fara frá manni (t.d. flytja til Grímseyjar) þá fara vinir ekki neitt... þeir skilja, þeir stiðja, þeir hjálpa og eru til staðar þegar tími eða tækifæri gefst... Ég sem vinur þinn segi bara að ég er svo stolt af því að þekkja þig og vita hvað þú ert að standa þig svona hrillilega vel... þú ert að koma sjálfri þér og öllum öðrum á óvart með elju, styrk, tillitsem, skilningi og bara að vera þú sjálf... þótt að þú hafit ekki tíma til að taka hausinn á manni í gegn eða bara að setjast niður í kaffi þá skiptir það mig persónulega eingu máli.. en það sem skiptir mig máli er að þú ert að fylgja þínum draumi heilshugar og þá stið ég það 230%...
Knús mín kæra þú ert perla...
Margrét Ingibjörg Lindquist, 26.9.2008 kl. 20:27
Halló Mona mín !
Nuðsynlegar pælingar í gangi hjá þér, en eitt máttu vita að ég á eftir að bjóða þér aftur og aftur, ég gefst ekki svo auðveldlega upp. Gangi þér vel með þetta allt saman og við munum hittast þótt síðar verði
P.s Þótt ég þyfti að fara að stunda næturheimsóknir aftur þá myndi ég ekki setja það fyrir mig
Ingunn (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 21:01
Það eru allir svo mælskir hér svo ég sendi þér bara Gíró-kröfu ;)
Love, Valey.
Valey (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 12:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.