18.9.2008 | 23:50
Rosalega líður tíminn hratt......
.... mér finnst ég bara rétt vera komin úr þessum skírnaveislum en samt er aftur komin helgi á morgun!!! Ég er að spá hvort að þetta séu ellimerki að finnast tíminn hverfa frá manni... neee getur ekki verið
Ég svo sem hef ekki margt að segja en ákvað að aðeins að taka út nettan pirring hér á veraldarvefnum í sambandi við tíma og tímaleysi.
Ég var sko alveg búin að ákveða að skella mér í að taka slátur um helgina með einni góðri vinkonu en komst þá að því í dag að það verður ekki hægt að kaupa í það fyrr en eftir helgi!! ARGHH varð sko ekki ánægð þar sem næsti laugardagur var alveg snilldar dagur til að fara í það vegna þess að þessi góða vinkona mín er komin alveg á steypirinn og við erum að tala um að hún á bara að eiga eftir thja ca. 2 vikur.... Þannig að þetta er sett á hold og við ætlum að sjá til hvort við frestum þessu ekki bara þangað til eftir að hún er búin að eiga.
Fyrst þetta plan gekk ekki upp þá fékk ég þá frábæru hugmynd um að hringja í aðra mjög góða konu og ath hvort það væri ekki bara snilld að skella sér í að steikja kleinur á laugardeginum. Þar sem ég var hvort eð er búin að sjá fram á að þessi dagur yrði góður í að gera hluti aðra en að læra þá fannst mér það snilldar hugmynd... Og það gekk eftir þannig að ég stefni á það að eyða megninu af laugardeginum í að æfa mig í að vera húsmóðir og steikja kleinur
Það er snilld að vera í skóla, það er gaman að vera í skóla og ég er ofboðslega glöð og ánægð með þá ákvörðun að hafa drifið mig í skóla í fyrra haust.... En ef einhver hefði getað gert mér það almennilega ljóst hvað þetta getur verið strembið á tímum þá hefði ég sennilega aldrei lagt í þetta. Ég reyni að gera mitt besta en mér finnst tíminn hlaupa frá mér alveg endalaust og vááá hvað ég væri til í að sólahringurinn myndi lengjast um svona helming allavega 3 daga í viku!!!!
En núna er ég hætt að nöldra..... lífið er gott, mér gengur vel, börnin mín eru heilbrigð, ég á mikið af góðu fólki í kringum mig, ég er ástfangin, lífið er stutt og ég ÆTLA AÐ GERA MITT BESTA TIL AÐ NJÓTA ÞESS Í BOTN AÐ VERA TIL
Þangað til næst..... njótið hvers dags til hlýtar, hann kemur aldrei aftur
Kveðja Mona
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
- Magni Þór Snilldar bloggari :)
- Einar og Anna Svíarnir mínir
- Eva Rafns Ha skvísa
- Litla systa yndið mitt yngsta og besta :)
- Snædís Ósk krútta í BNA
- Þuríður HA snillingurinn minn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Guð, hvað mig langar mikið í nýsteiktar íslenskar kleinur eftir að hafa lesið þetta blogg!
En það verður víst að bíða þangað til í desember...
Hafðu það sem allra best og knúsaðu stelpurnar einu sinni frá mér ;*
Snædís Ósk (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 01:51
Það er eins og Ben Harper vinur okkar segir í laginu Walk Away.
"það er tíminns sem hefur tekið morgun daginn minn og breytt honum í gærdaginn"
http://www.youtube.com/watch?v=m9dHASa2Pt8&feature=related
Erfiður þessi tími en sammála þér að nýta hann, verð þó að benda þér á að hann hverfur líka hjá okkur "ungu" krökkum svo þú átt ekki við ellivandamál að stríða strax ;)
Elska að sjá hvernig gengur hjá þér þessa dagana og hvernig þú lýtur á lífið! það er ástæðan fyrir því að þú ert Uppáhalds Stóra (taktu eftir Svala) systir mín!
Halldór (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 04:35
Snædís - ég ætla ekki að lofa að ég verði til með nýsteiktar kleinur í desember en það er aldrei að vita hvað mér dettur í hug..... knúsið er komið til skila og þær biðja að heilsa þér
Halldór - æji takk fyrir að halda mér enn nokk ungri, veitir ekki af!!! Að sjálfsögðu er ég UPPÁHALDS stóra systan þín og finnst það best í heimi
Monika Margrét Stefánsdóttir, 19.9.2008 kl. 16:55
Sammála þér með þennan blessaða skóla, manni finnst stundum hann vera að ganga fram af manni Eigðu yndislega helgi yndisleg & njóttu þess að vera með fjölskyldunni þinni Sjáumst eftir helgi
Dagbjört Pálsdóttir, 19.9.2008 kl. 22:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.