Þá er skírnarhelgin mikla afstaðin.....

.... og þar sem ég er svo heppin að þekkja töluvert mikið af góðu fólki þá er ýmislegt sem fylgir því (og þá sérstaklega á þessum aldri sem ég er á). Þar sem mér finnst annarhver maður sem ég þekki vera nýbuinn að eignast lítinn sólargeysla, eða fréttir af óléttu eða alveg við það að koma með nýtt líf í heiminn þá að sjálfsögðu fylgir því að gefa þessum englum nafn.

Á laugardaginn fórum við í alveg afskaplega fallega skírn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þar var dóttir æskuvinkonu minnar og góðs vinar míns að fá nafnið sitt. Stórasystir hennar var virkur þátttakandi og verð ég að viðurkenna að þegar að hún las upp fyrir litlu systur sína smá texta sem hún samdi alveg sjálf þá fékk ég tár í augun. Að heyra svona falleg orð frá 9 ára barni til litlu systur sinnar var alveg hreint magnað. Litla snúllan fékk nafnið Hanna Karítas og ég er nú ekki frá því að það passi bara alveg einstaklega vel við hana.

Á sunnudeginum var svo önnur falleg skírn sem fór fram í Möðruvallarkirkju. Þar var einnig verið að gefa lítilli stelpu nafn og er hún dóttir frænda og góðs vinarfólks. Skemmtilegt var að sjá eldri systur hennar standa þarna uppi með mömmu sinni og pabba og taka þátt í því þegar að litla systa fékk nafnið sitt. Gunni var skírnarvottur og ég hlakka mikið til að sjá hversu hátíðlega hann á eftir að taka það hlutverk að sér!!!!! hmmmm..... Litla snúllan fékk nafnið Sandra Björk Smile

Svo er það bara þannig framundan að þetta er bara byrjunin á fleiri skírnarveislum þar sem allavega 3 börn í famelíunni eiga eftir að fæðast fyrir jólin og svo er allavega ein sem ég veit um fljótlega eftir jól!! Og svo er ég reyndar alveg viss um að ég eigi eftir að fá fréttir á næstunni um fleiri óléttur.... Það er bara eitthvað svoleiðis andi í loftinu held ég Wink

En að allt öðru en skírnarveislum og óléttum..... Prófið sem ég tók á föstudaginn gekk svona alveg ágætlega hjá mér og ég fékk út úr því núna um helgina. Ég náði því en ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt sérstaklega há samt sem áður..... hmmmm En ég ætla sko ekki að kvarta þar sem ég skrapp í netta svæfingu og smá viðgerð upp á FSA daginn fyrir prófið.... Þannig að ég er bara alveg alsæl með að hafa náð því Grin

En nú er ég að hugsa um að henda mér í að gera verkefni fyrir Meginþætti Þróunarmála svo ég geti hellt mér í mannfræðilegu greininguna þar á eftir!!!! LoL

Þangað til næst..... hafið það sem best og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera!!!! :)

Kveðja Mona   

P.S. HUMHuMMM hvernig er með þessa bloggara sem ég klukkaði.....eruð þið öll að drepast úr leti eða?????  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Demmit!....

Redda þessu í næsta bloggi!

Litli brói (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 20:40

2 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Hæ skvís... gott að helgin fór verl.. og dótið uppá spítala og prófið fóru líka vel farmm ... mundu min kæra að mér þykir rossalllllllega vænt um þig...

YOU ARE THE BEST...knús og klemm á alla línuna...

Margrét Ingibjörg Lindquist, 15.9.2008 kl. 21:16

3 Smámynd: Monika Margrét Stefánsdóttir

já litli bróðir það er eins gott að þú gerir það ;)

knús og kiss magga mín....... þykir líka vænt um þig

Monika Margrét Stefánsdóttir, 17.9.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband