Þá er fyrsta próf þessarar annar búið....

...en alveg klárlega ekki það síðasta. Já gott fólk í mínum skóla þá er bara alveg nóg að gera og er ég bara alveg ferlega sátt við það.

Ég fór í fyrsta próf vetrarins í morgun og var það bara alveg ágætt því þá kannski fer maður að detta í lærugírinn og er það ekki seinna vænna. Reyndar skrapp ég í smá speglun í gærmorgun og fylgdi því svæfing og tilheyrandi þannig að lestur fyrir þetta próf var frekar undarlegur í gær, frekar utanvið mig og nett dópuð af verkjalyfjum þóttist ég vera að reyna að læra FootinMouth Þuríður var hjá mér í allan gærdag og langt fram á kvöld og hefði ég sko ekki viljað hafa það öðruvísi og því þakka ég henni fyrir það að eg allavega kom ekki alveg ólesin í prófið í morgun.... Kiss og knús Þuríður

En af skæruliðunum mínum er það að frétta að Malena er í mánaðarfríi frá fótboltanum og verð ég mjg fegin þegar að hann byrjar aftur því þetta barn hefur bara allt of mikið af aukaorku sem hún verður að vinna í að fá útrás fyrir og nær hún því vel í boltanum. Ég lenti svo í því í fyrsta skiptið að hún kom heim með stærðfræðiblað sem hún var að reikna og ég stóð á gati. Varð að senda hana aftur með það í skólann og fá útskýringu hjá kennaranum hvernig ætti að gera nokkur af síðustu dæmunum Crying (þarna er komin ástæðan fyrir því afhverju ég er í félagsvísindum en ekki raunvísindum í mínum skóla). Annars horfi ég bara á þessa stóru og flottu stelpu sem ég á og er bara að rifna úr stolti því hún er svo flott og dugleg í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún gerði sér nú lítið fyrir og málaði eitt stykki skírnargjöf hjá múttu niðri á Keramiklofti og er hún mjög flott hjá henni.

Jana Sól er svo alltaf jafn ótrúleg. Henni fer mjög fram í að læra stafina og þó hún sýni ekki mikið meiri áhuga á þessu nú en áður þá samt virðist þetta allt vera á réttari leið hjá henni. Nú fer hún að fara að byrja aftur á sundæfingum en ég á bara eftir að labba með henni leiðina sem hún á að labba. (nú er hún orðin ssvo stór að hún ætti alveg að geta það). Í skólanum er allt búið að snúast um kartöflur og þau eru að rækta þær og vinna með þær og hún kom hér heim í fyrradag og þá voru þau búin að vera í því að taka upp kartöflur. Hún veit orðið ótrúlegustu hluti um kartöflur og hafa undanfarnir kvöldmatatímar farið í að hlusta á hana koma með hin og þessi fræði um kartöflur!!! Cool Hún er ekki alveg að skilja hvers vegna við getum ekki bara skellt okkur í að gera kartöflugarð hér á lóðinni hjá okkur. Ferlega æst í að gerast kartöfluræktandi og er búin að marg sýna mér hvar best sé að hafa kartöflugarðinn... Ekki að fara að gerast hér sko. Flott stelpa með alveg ótrúlegar hugmyndir og orðaforða og leikræna tilburði sem geta alveg gert mann máttlausan úr hlátri.

Montin mamma hér á ferð!!Whistling

Sem sagt, hér er nóg að gera eins og alltaf og held ég að það séu bara alveg ferlega skemmtilegir tímar framundan... Allavega vinnum við að því hörðum höndum að hafa þá skemmtilega ;)

Kveðja Mona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið fara þessi reikningsdæmi hérna í kommentakerfinu í taugarnar á mér... ég er nú ekki sleip í tölunum (þess vegna er ég líka í félagsvísindum ;) og tel mig meirað segja vera lesblinda á þær... en mér reiknast nú að 9+5 sé 14 svo við vonum að þetta gangi upp.

Annars er þetta svona með þetta blessaða "símats" kerfi sífelld próf og verkefni, það er svo sem ágætt þá lærum við bara meira ;)

 Þú átt flottar stelpur Mona, það verður ekki af þér tekið. Ég er alveg viss um að við höfum massað þetta blessaða próf. No worries! Láttu svo fara vel um þig í fjarveru minni og passaðu þig bara að sakna mín ekki of mikið...

þuríður (IP-tala skráð) 12.9.2008 kl. 11:19

2 identicon

Ace - Jamm það er ekki slegið slöku við í mínum skóla  Alveg nóg að gera og eins gott að komast í gírinn sem fyrst .....

Þuríður - Það er ekki spurning um að efnið síast betur inn þegar að símatið heldur en að vera bara með eitt stórt próf í lokin   vonandi verður fjarveran þín skemmtileg með eindæmum og ég hlakka til þegar að þú kemur til baka......

Ég sjálf (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 19:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband