Tómlegt í kotinu.....

Já ég get ekki annað sagt en það sé frekar tómlegt hér þessa dagana þar sem skæruliðarnir eru ekki heima. Síðastliðinn föstudag keyrði ég þær á Vestmannsvatn og var engin smá tilhlökkun hjá þeim og þá sérstaklega Jönu Sól þar sem hún var að fara í fyrsta skiptið. Hún kom með í fyrra til að keyra Malenu en var alveg hundfúl að meiga ekki vera eftir og var ekki alveg að skilja þetta. En núna var loksins komið að því að hún mátti vera með og ekkert smá mikið sem hún er búin að vera að spyrja um hitt og þetta.

Á föstudaginn vaknaði ég upp við frekar undarlegan draum þegar að ég fattaði það að ég á ekkert lítið barn lengur!!! Jana Sól gat ekki beðið eftir því að ég færi aftur þegar að ég var að keyra þær. Hún marg spurði mig hvort ég væri ekki að fara.... Greinilega hrædd um að ég myndi taka hana með mér heim aftur ef ég myndi ekki drífa mig strax. Wink

En núna er kominn þriðjudagur og enn hefur ekki vereið hringt og ég hef verið rosalega dugleg að mér finnst að vera ekki að hringja þar sem ég veit að ég fæ símtal ef eitthvað er að. Þannig að stelpurnar mínar eru greinilega bara mjög duglegar og stórar þannig að ég þarf bara ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu öllu saman

En ég er nú búin að hafa alveg ágætt að gera síðan að þær fóru og ég er búin að vera að "passa" fyrir mömmu á meðan að hún er á Kristnesi. Litli loðni bróðir minn er búinn að vera hérna þannig að ég bara greiði honum í staðinn fyrir Jönu LoL

Svo er ég búin að vera að brasa í garðinum, laga runnabeðin og svo fór ég í dag og keypti mér sumarblóm og henti niður í blómabeðið sem ég er búin að búa mér til. Fer að breytast í blómakonu með þessu áframhaldi ;)

En ég væri alveg til í að fara að fá sól og meiri hita hingað norður svo ég geti farið að klára að gera runnana fína þar sem ég nenni ekki að liggja í blautu grasinu......

Þangað til næst.... Sól, sól skín á mig Ský, ský burt með þig......... osfrv....

Kveðja Mona 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband