15.5.2008 | 10:44
Vangaveltur fyrir sumarið....
Ég er búin að vera svo mikið að velta fyrir mér hvað mig langar að gera í sumar að ég er alveg komin í marga hringi hérna.... Ég er alveg á því að ég verð að skreppa út í Grímsey með ormana mína og til að komast aðeins þangað sjálf... Svo er ég búin að vera að hugsa mikið um hvort það væri ekki snilldin eina að koma sér í tjald útilegu, helst fleiri en eina.
Mest myndi mig langa til að komast í sólina, koma mér aftur til Portúgal eða eitthvað svoleiðis en það er búið að vera að ræða það á heimilinu og allir sammála um að safna og það á að skella sér í svoleiðis á næsta ári.....
Annars er ég búin að vera að ræða það við ormana mína um að fara í útilegur í sumar og þær eru sko vel opnar fyrir því og eru farnar að spá í hvert við ættum að fara og hvað væri hægt að gera. Ég er búin að hugsa það mikið og ég held að það gæti komið skemmtilega út ef við ákveðum það í sameiningu hvert við förum og ég veit að það verður að velja staði þar sem hægt er að fara í sund ;)
Allavega er að koma mikill sumarhugur í mig og ég bara vona að sumarið verði ferlega gott svo við getum næstum látið eins og við séum á sólarströnd eða allavega í hlýju landi....
Þangað til næst... Knús og kossar Mona
Bloggvinir
Tenglar
Bloggarar
- Magni Þór Snilldar bloggari :)
- Einar og Anna Svíarnir mínir
- Eva Rafns Ha skvísa
- Litla systa yndið mitt yngsta og besta :)
- Snædís Ósk krútta í BNA
- Þuríður HA snillingurinn minn
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hrikalega erfið þessi reikningsdæmi hérna... þegar maður ætlar að skrifa komment, ekki alveg fyrir tölulesblinda eins og mig.... aaaanyways... þið náttla komið í útilegu í sveitina þegar ég skelli mér á norðurlandið ;)
þuríður (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 21:04
Já ég held að það sé ekki spurning sko að mæta með liðið í tjald og fínerý eina helgi....bara ljúft
ég sjálf (IP-tala skráð) 16.5.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.