Ekkert skánað.... :(

Ég verð mjög svo hissa ef einhver fer yfir höfuð hér inn miðað við hvað ég er búin ð vera ferlega léleg í þessu öllu. Ég hélt ég myndi nú aldeilis fara að taka mig á og leyfa ykkur aðeins að heyra frá okkur hér en ég hef aldeilis ekki verið að tanda mig...

Spurning hvort það takist hjá mér núna ;)

En svona aðalfréttirnar eru þær að við byrjuðum allar í skóla í haust

Malena er í 3ja bekk í Síðuskóla og er alveg jafn ánægð með skólann núna eins og í fyrra. Hún er með sama kennara og ég held öllum sömu krökkunum og í fyrra þannig að hún er vön og þekkir þetta allt saman :)

Jana Sól byrjaði í 1. bekk í Síðuskóla og var hún alveg ferlega spennt yfir því að byrja. Það hefur alveg gengið mjög vel nema hún er ekki alveg að skilja þörfina á að kunna að lesa og kunna alla stafina því henni finnst bara að við getum lesið fyrir hana það sem hún þarf að vita ;) En það fer vonandi allt að koma....

Ég skellti mér í Háskólann í haust og það er búið að vera alveg mikið meira en nóg að gera:) Þetta er stanslaus keyrsla en mér finnst þetta mjög gaman og mjög áhugavert þannig að vonandi bara á það eftir að ganga vel og að ég nái að klára mín 3 ár...

Annars er bara sama rútínan á okkur og hefur verið, vorum í Portúgal í sumar og það var alveg meiriháttar, stelpurnar fóru svo til pabba síns þannig að sumarið var mjög skemtilegt.

En nú er ég að hugsa um að láta þetta gott heita og ég ætla alveg að reyna að henda inn hér kannski svona ca 1 sinni í viku allavega smá upplýsingum svona um hvað á daga okkar hefur drifið. Spurning hvort það gangi betur ef það er svona skipulag í gangi:)

Þangað til næst.... Þolinmæði þrautir vinnur allar!!! ;)

Knús og kossar Mona


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vei vei vei vei vei!!! Loksin heyrðist hljóð úr horni...

Þetta líst mér vel á og haltu þig svo við efnið í vetur svo ég geti nú fylgst með þér háskólastelpa.

Endilega líka henda inn öllum heimspekilegum pælingum sem þú ert að upplifa alla daga næstu 3 árin-hehehe

Annars bíðum við bara eftir að fá að hitta ykkur -það styttist óðum!

Scania (IP-tala skráð) 27.9.2007 kl. 20:01

2 identicon

hæ hæ ég verð nú að segja að ég varð hissa á að sjá að þú værir búin að skrifa eitthvað inn en ánægð allatf gaman að fylgjast með við búum nefnilega svo langt frá hvor annari

En gott að heyra að ykkur gangi öllum vel í skólanum

Dísa (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband