Færsluflokkur: Bloggar

Þá er þessi fína helgi á enda.....

...eurovision búið og mikið að gera í dag þannig að ég hef ekki yfir neinu að kvarta nema kannski hvað mér finnst evrópubúar vera klikkaðir í lagavali á sigurlagi í gærkvöldi!!

Valey kom hingað í gær með Hildi Maríu og ákváðu þær að horfa með okkur hérna á söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva þetta árið. Hér var mikil eftirvænting að sjá hvernig Regínu og Friðrik myndi ganga (allavega var spennan mikil hjá mér þar sem ég er mikið eurovision fan) og vorum við sáttar við frammistöðuna. Þegar að öll lögin voru komin byrjuðum við að spá í spilin og velta fyrir okkur hvaða lög hefðu verið góð og hvaða lög hefðu verið ekki svo góð.

Þegar að kom svo að stigagjöfinni verð ég að segja að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hvaða lög skutust upp í efstu sætin og héldu sér þar megnið af tímanum. Mest voru samt vonbrigði mín þegar að Íslendingar gáfu alveg hundleiðinlegum lögum atkvæði og að góð lög komust ekki einu sinni á listann frá okkur. Reyndar gat ég alveg fyrirgefið þeim að hluta þegar að ég sá að Danir urðu fyrir valinu þegar að kom að 12 stigunum.

En svona heilt yfir þá var ég sátt við að við vorum með í aðalkeppninni, stóðu þau sig með stakri prýði og ekkert út á þau að setja á nokkurn hátt. þó ég sé ekki hrifin af vinningslaginu þá verð ég að segja að ég hugga mig við að við enduðum fyrir ofan Svíþjóð og var það mín mesta gleði með kvöldið ;)

Stelpurnar ákváðu að

Í dag er svo búið að vera alveg nóg að gera, garðurinn sleginn, gluggaþvottur og svo var farið í Gloppu og aðstoðað Sillu og Palla við að koma hjólhýsinu þeirra. Gerði ég svo sem ekki stóra hluti en var meira svona andlegur stuðningur;)

Þannig að dagurinn var með eindæmum góður, hlýr og bara endalaus gleði.

Þangað til næst..... Í sól og sumaryl la la la la la

Kveðja mona 


ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!

Gleði, gleði, gleði.... Þvílík gleði sem braust út á heimilinu þegar að Ísland komst áfram í Eurovision í kvöld, mikil hróp og köll og bros og allt sem svona mikilli gleði fylgir LoL 

Regína og Friðrik Ómar voru hreint frábær á sviðinu og öryggið og gleðin skein af þeim langar leiðir. Það að Ísland er komið áfram í úrslitin á Laugardaginn er hreint frábært og fyrir alla eurovision áhugamenn er það engin smá gleði að geta fengið að fylgjast með þeim flytja lagið aftur.

Þannig að nú verðum við öll að krossa fingur og vona að þeim takist eins vel upp á laugardaginn eins og í kvöld, þá getum við öll verið alveg afskaplega stolt. Smile

Þangað til næst....... This is my life la la la la la og svo framvegis!!!!!!

Kveðja Mona


GLORY GLORY MAN UNITED!!!!!!!!!!

JÁ JÁ JÁ!!!!!!!!!!!!!!

Ég get alveg sagt ykkur það að ég hélt ég myndi hreinlega tapa vitinu og geðheilsu og bara já öllu sem hægt er að tapa á meðan að ég var að horfa á leikinn.....

Snilldin eina að komast yfir, ekki svo mikil snilld þegar að Chelsea náði að jafna og mæ god þetta tók á taugarnar.....

Það að þetta fór alla leið í vítaspyrnu var bara til að taugarnar voru við það að bresta Pinch þegar að Ronaldo klikkaði á vítaspyrnunni sinni gat ég ekki horft lengur..... Þetta var bara of mikið fyrir mig þannig að ég flúði inn í eldhús og skellti í uppþvottavélina!!! Errm

En með man united menn í stofunni fór það alls ekki fram hjá mér hver úrslitin urðu. Þvílík fagnaðarlæti og öskur brutust út sem fengu mig til þess að hlaupa fram og sjá menn í sjónvarpinu falla í grasið, gráta og þvílíkt spennufall hjá mönnum.

Ég reyndar verð að viðurkenna það að ég fékk alveg sting í hjartað þegar að ég horfði upp á Terry gráta og svo gráta aðeins meira eftir leikinn. Hann klikkaði á vítaspyrnu og það er nú ekki langt síðan að hann og hans menn í Chelsea þurftu að játa sig sigraða í Ensku deildinni og svo aftur núna í Meistaradeildinni í kvöld......

En ég segi bara aftur og aftur GLORY GLORY MAN UTD!!!!!!! Grin

Kveðja Mona 


Þá er einum áfanga lokið......

Já gott fólk í dag útskrifaðist stelpan úr endurhæfingarprógramminu sínu sem er búið að vera í 1 1/2 ár og það var mikil gleði og mikið gaman.

Eins og þið flest vitið þá hætti ég að vinna um áramótin 2006/2007 og var það að ráði læknis. Í samvinnu læknis og góðrar konu hjá Akureyrarbæ var mér bent á þennan valmöguleika að komast í endurhæfingu hjá Starfsendurhæfingu Norðurlands. Með ávísun frá þeim tveimur fékk ég inn þar og það er ýmislegt búið að ganga á og mikið vatn runnið til sjávar síðan þá :)

En já sem sagt í dag var útskrift hjá okkur og var ég beðin um að koma upp og segja smá frá ferðalaginu mínu á þessu eina og hálfa ári og á allri vinnunni sem ég er búin að vera að vinna í sjálfri mér. Það var sko alveg skjálfandi ég sem fór upp og þegar að ég var að byrja að tala þá bara skalf ég og titraði og svo kom herpingur í varirnar og ég varð þurr í munninum og allt að gerast. Skjálfrödduð byrjaði ég en eftir smá stund þá bara róaðist ég öll og fór að tala bara frá hjartanu og þá kom þetta allt saman með tilheyrandi handabendingum eins og mér einni er lagið W00t Þetta var alveg yndisleg stund og mikið var ég stolt þegar að ég labbaði upp og tók við skírteininu mínu. Svo kom það alveg eins og þruma úr heiðskýru að ég var kölluð upp og var ég ein af 4 sem fékk viðurkenningu, mín viðurkenning var fyrir góðan árangur...... Mikil gleði í hjarta og ég er alveg einstaklega stolt af sjálfri mér, fyrir allt sem ég er búin að gera og fyrir allt sem ég stefni að...

En já nú eruð þið eflaust búin að fá alveg nóg að mér þannig að ég skal hætta þessu rausi... En vil bara minna ykkur á að Við getum öll gert það sem við ætlum okkur svo lengi sem við erum með raunhæfar og sanngjarnar kröfur á okkur sjálf!! 

Lífið er dásamlegt og fótbolti eftir rúman klukkutíma......

Þangað til næst.... Leggjum áherslu á það skemmtilega, þá verður þetta leiðinlega ekki eins leiðinlegt Cool

Kveðja Mona


Veisla framundan.....

Hóhó þvílík veisla sem er framundan gott fólk....  vikan framundan er snilldin eina og mikið rosalega hlakka ég til að planta mér fyrir framan imbann!!

Herlegheitin byrja í kvöld kl 19.00 á rúv, fyrra undanúrslitakvöldið í Eurovision 2008 gott fólk...   Græja þarf eitthvað snarl til að hafa með þessu og mikið rosalega verður þetta gaman.

Á morgun er svo úrslitaleikurinn milli Man United og Chelsea og byrjar útsending kl 18.45.... Mikið er ég farin að hlakka til og segi bara ÁFRAM RAUÐU DJÖFLARNIR!!!! Svo skemmir það nú ekki fyrir að yfirmaður Gunna fékk hann til að samþykkja það að hætta að reykja í viku ef við vinnum.... Þannig að ég bara krossa fingur og hlakka mikið til að sjá hvernig það fer allt saman ;)

Á fimmtudaginn er það svo seinna undanúrslitakvöldið í Eurovision og byrjar það einnig kl 19.00.... og það er riðillinn sem Ísland er í þannig að þá verður gríðarleg spenna og ég bara trúi ekki öðru en að okkur takist þetta í þetta skiptið... Áfram Regína og Friðrik Ómar!!!! Hér er eiginlega nauðsynlegt að vera með nóg af snakki og tilheyrandi.... Ohhhh það verður svooo gaman...

Þannig að vikan verður skemmtileg og ég bara vona svo heitt og innilega að þetta fari allt eins og ég vona... Bæði í boltanum og í söngnum.

Svo er það sko laugardagskvöldið sem er aðalkvöldið í Eurovision 2008.... Það er aðalkvöldið og mikið rosalega er ég að verða spennt... Ég elska Eurovision og allt sem tengist því þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvað ég er farin að hlakka mikið til... Fór meira að segja í fyrradag og keypti mér diskana 5 sem innihalda 100 Eurovisionlög, gömul og ný..

En núna er ég að hugsa um að fara að gera hluti...

Þangað til næst.... Hafið það gott, gott, gott og ég læt í mér heyra síðar..

Kveðja Mona


Góð helgi...

Já það er óhætt að segja að helgin sé búin að vera góð. Hjá mér byrjaði hún eiginlega um hádegi á föstudaginn þar sem ég ákvað að nota part af afmælisgjöf sem ég fékk, skellti mér í klukkutima dekur nudd og VÁÁÁ hvað það var ljúft!!!

Á laugardaginn fórum við svo í siglingu hér um fjörðinn með bátnum Húna II og var það alveg ferlega gaman. Þar komumst við reyndar að því að við erum engar aflaklær á þessu heimili þar sem við fengum engan fisk þegar að við vorum að veiða. En samt var þetta mjög gaman, einhverjir veiddu einhverja fiska og voru þeir grillaðir og fengu allir að smakka sem vildu. Eftir það var svo grillað ofan í mannskapinn og svo var siglt heim. Góð ferð og mikil gleði.....

Í dag var svo heldur betur tekið á því hér í garðinum. Þar sem runnarnir voru við það að drukna og týnast í grasi var ákveðið að hendast í það verkefni að bjarga þeim. Tók það megnið af deginum að hreinsa alla runnana og gera þá mjög svo fína og þvílíkur munur.... Held að það hafi ekki verið farið í þessa runna í einhver ár þannig að magnið af grasi og drasli fyllti 7 ruslapoka!! En fínt að klára þetta af vegna þess að liðið hjá bænum keyrir um á morgun og tekur garð úrgang úr síðuhverfinu.... Fínt að þurfa ekki að koma þessu sjálfur í burtu ;)

En núna held ég að málið sé bara að henda sér upp í sófa og horfa á eitthvað skemmtilegt og gera ALLS EKKI neitt meira í dag.

Þangað til næst..... Kiss og knús og hafið það sem best

Kveðja Mona


Vangaveltur fyrir sumarið....

Ég er búin að vera svo mikið að velta fyrir mér hvað mig langar að gera í sumar að ég er alveg komin í marga hringi hérna.... Ég er alveg á því að ég verð að skreppa út í Grímsey með ormana mína og til að komast aðeins þangað sjálf... Svo er ég búin að vera að hugsa mikið um hvort það væri ekki snilldin eina að koma sér í tjald útilegu, helst fleiri en eina.

Mest myndi mig langa til að komast í sólina, koma mér aftur til Portúgal eða eitthvað svoleiðis en það er búið að vera að ræða það á heimilinu og allir sammála um að safna og það á að skella sér í svoleiðis á næsta ári.....

Annars er ég búin að vera að ræða það við ormana mína um að fara í útilegur í sumar og þær eru sko vel opnar fyrir því og eru farnar að spá í hvert við ættum að fara og hvað væri hægt að gera. Ég er búin að hugsa það mikið og ég held að það gæti komið skemmtilega út ef við ákveðum það í sameiningu hvert við förum og ég veit að það verður að velja staði þar sem hægt er að fara í sund ;)

Allavega er að koma mikill sumarhugur í mig og ég bara vona að sumarið verði ferlega gott svo við getum næstum látið eins og við séum á sólarströnd eða allavega í hlýju landi....

Þangað til næst... Knús og kossar Mona


Og svo er það eitt.....

Jæja það eru sennilegast allir hættir að nenna að kíkka hérna inn og skil ég það bara mjög vel þar sem ég veirðist skrifa á 5 mánaða fresti....

 En ég er samt að hugsa um að segja smá hérna og sjá hvort ég fari ekki að vera duglegri að henda inn hérna í sumar og svona ná að gera þetta af einhverju svona nokk föstu ferli... Þá kannski næ ég að vera dugleg næsta vetur.... En ég lofa samt engu....

En annars er bara allt rosa gott að frétta héðan frá okkur. Ég var að klára skólann á föstudaginn síðasta og ég er bara að bíða eftir að kennararnir hendi inn einhverjum einkunnum.

Jana Sól er orðinn alveg ferlega góð í sundi og er sko ekkert hrædd að henda sér í djúpulaugina....og hún bara syndir eins og hún hafi aldrei gert neitt annað í lífinu... Enda segist hún vera hafmeyja þegar að hún kemur í vatn ;)

Malena ákvað að hætta að æfa sund og fara í það að æfa fótbolta... Og að sjálfsögðu var Þór fyrir valinu....Enda hefði hún ekki komist upp með annað hjá frændum sínum... Hún er alveg alsæl á æfingum og ég er ekki frá því að hún sé búin að finna sig í áhugamálinu ;)

En nú segi ég bara takk og bless og farið vel með ykkur...

Vonandi líður ekki alveg 5 mán þangað til ég skrifa næst......

Kiss og knus Mona


Gleðilegt ár allir saman!!!!!!!!

Halló, halló og gleðilegt ár elsku dúllurnar mínar ;)

þá eru þessi blessuðu jól víst að verða búin og það er komið nýtt ár og allt Wizard Af okkur er allt það besta að frétta og ekki hægt að segja annað en að áramótin voru sérstök í ár því við skelltum okkur í svíaland og vorum þar hjá Valey og Hjalta þangað til í gær. það var mikill munur á að vera þar eða að vera í Kotó hjá ömmu og afa því ég get ekki sagt að svíarnir séu eins sprengjuglaðir og íslendingarnir, allavega ekki á þeim stað sem við vorum á..... En gaman var það samt!!!!

Tveimur dögum fyrir áramótin skelltum við okkur í tívolí í Danaveldi og var það alveg geggjuð upplifun að sjá tívolíið og ég tala nú ekki um að fá að sjá það í jólafötunum :) Malena Mist og Hildur María reyndar gerðu okkur frekar erfitt fyrir fyrsta einn og hálfan tímann með því að taka upp á því að týnast en það kom sér vel að þær eru úrræðagóðar ungar stelpur. Hildur talaði við einhverjar stelpur á sænsku og þær fylgdu þeim til starfsmanna tívolísins og Malena ákvað að hringja í mömmu sína en þar sem hún kann ekki á landsnúmer og svoleiðis þá náði hún ekki í símann minn en það var starfsfólkinu að þakka að það náði að spurja þær hvaðan þær væru og hringdu í mig og létu vita hvar þær voru...... Þannig að þetta endaði allt vel en hræddar vorum við mömmurnar í þennan tíma...Frown

Frábær tími og alveg meiriháttar að fara út og sjá hvernig þetta er hjá þeim þarna úti, ekki svo ólíkt því sem er hér heima en samt alltaf aðeins öðruvísi. Og alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt á áramótunum.

En nú er ég að hugsa um að henda mér í bíó þannig að þangað til næst..... gleðilegt ár og takk fyrir það gamla og vona að nýja árið verði gott fyrir ykkur öll.......´

Knús og kossar Mona

 


Tími til að blogga

jamm og jæja ég er alveg mögnuð með að vera hreinlega búin að gleyma að ég þykist vera með blogg síðu!!! Tounge

En það er bara búið að vera brjálað að gera í skólanum, endalaus verkefnaskil og próf og ritgerðir og voða voða gaman. Allavega er ekki séns fyrir mig að setjast niður og hafa áhyggjur af að hafa ekki nóg að gera.......

Það er farið að ganga mun betur hjá Litla dýrinu í skólanum og hún er farin að þekkja mun meira af stöfum og er farin að reyna að finna út hvaða stafir það eru í orðum. þannig að það kemur að því að hún verður farin að lesa áður en ég veit af. Hún er líka farin að vera aðeins duglegri við að skrifa og er farin að sýna þessu aðeins meiri áhuga.... allt að gerast hjá henni Smile

Malenu gengur mjög vel og er alveg rosalega dugleg að lesa, bæði fyrir skólann og svo bara fyrir sjálfa sig. svo er hún mikið að skrifa ( skrifar alveg mjög vel) og teikna og hún virðist vera á mjög góðu róli í skólanum.

Við mæðgur erum í saumaklúbb með mömmu og Svölu og svo kemur Bára vinkona okkar oftast og er með okkur líka, voða stuð á föstudagskvöldum hjá okkur Wink Malena er búin að vera rosa dugleg og er búin að sauma eina mynd og byrjar á nýrri næst. Jana er ekki alveg eins dugleg en þetta er allt að koma hjá henni...

Sundið gengur rosalega vel hjá þeim og þær eru mjög ánægðar þar. enda sem betur fer því þær hafa bara svo gott af því að vera í einhverjum íþróttum:)

En ég á víst að vera að hlusta á kennarann minn í augnablikinu þannig að ég er að hugsa um að fara að taka eftir hvað hann er að tala um. :)

þangað til næst..... batnandi bloggara er best að lifa!!!! Halo

knús og kossar Mona


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband