Að gera eins vel og maður getur.....

.... er hægt að fara fram á eitthvað meira af manni sjálfum eða öðrum?

Ég hef verið að hugsa um það undanfarið hvers vegna fólk gerir svona miklar kröfur á allt og alla og þá oftast ekki síst á sjálft sig. Reyndar finnst mér fólk alveg skiptast í tvennt með það hvort það gerir kröfur á sjálft sig eða ekki en allir gera kröfur á aðra í kringum sig. Ekki þar fyrir að auðvita er ágætt að það séu gerðar kröfur á mann vegna þess að ef það væri ekki þá myndi fátt gerast og ýmislegt myndi miður fara. En fyrr má nú rota en dauð-rota.......

Þessar hugleiðingar kviknuðu hjá mér af nokkrum litlum ástæðum sem tengdust ekki í fyrstu en þegar á heildina var litið þá röðuðust þær saman og urðu til þess að ég fór að velta fyrir mér afhverju maður er að gera svona harðar kröfur og þá sérstaklega á sjálfan sig.

Það er búið að vera mikið að gera í skólanum, eitt próf búið og regluleg verkefnaskil. Ég kom nú sjálfri mér skemmtilega á óvart að ég náði prófinu þrátt fyrir að hafa verið í smá aðgerð þar sem ég var svæfð deginum áður. Verkefnaskilin hafa gengið ágætlega og ef ég held áfram svona þá þarf ég ekki að hafa miklar áhyggjur af verkefnunum.

Einnig er ég að vinna rannsóknarverkefni og er svo heppin að hafa leiðbeinanda í því verkefni sem er sérfróður í því efni sem ég er að gera þannig að ég er farin að hlakka til að hella mér í þetta verkefni af fullri alvöru. Þetta verður mikil vinna og þetta tekur tíma sérstaklega þar sem ég þarf að vinna allt tvöfalt, fyrst á Íslensku og svo á Ensku þar sem leiðbeinandinn minn kann ekkert í íslensku.

Ég er sátt og finnst þetta alveg ferlega skemmtilegt allt saman og myndi ekki vilja vera að gera neitt annað en samt hef ég verið að standa mig að því að vera að gera mjög svo óraunhæfar kröfur og snúast þær allar að mér. Ég er að reyna að vera dugleg að læra og ég vil helst fá betri einkunnir en ég hef verið að fá og mig langar að skilja allt námsefnið betur en ég geri og svona get ég lengi talið áfram.

Einnig er hægt að bæta við að ég er mamma og á þessar tvær flottu stelpur sem ég elska meira en allt!! Ég stend mig að því að finnast ég stundum ekki vera að standa mig sem skildi gagnvart þeim og er það nú oftast ef það hefur verið ágreningur eða þær eða ég verið þreyttar og pirraðar og svo framvegis. Ég tel mig samt svona heilt yfir vera góð mamma þannig og ég hugsa að ég sé ekkert ein um að hugsa stundum svona.....

En það sem varð til þess að ég fór að hugsa um þetta allt og raða þessu saman var að ég á þrjár alveg yndislegar vinkonur sem ég er búin að eiga lengi og tvær af þeim eru búnar að vera vinkonur mínar í sennilega hátt í 20 ár!!!! Hmmmm já ég veit stelpur þetta hljómar langur tími en segir ekkert um að við séum að verða gamlar Devil En það sem varð til að ég fór að hugsa um kröfurnar sem maður gerir á sjálfan sig eru stundum bara óraunhæfar og það er bara númer 1,2 & 3 að það má ekki gleyma því sem máli skiptir í lífinu þó það sé mikið að gera hjá manni.

Þegar að ein af þessum vinkonum mínum talaði við mig á msn um daginn brá mér nett þegar að hún sagðist ætla að panta tíma hjá mér í kaffi og sígó með spjalli...... og nokkrum dögum seinna þá hringdi önnur í mig og ætlaði að kíkka á mig og skila smá dóti sem ég á hjá henni og ég bara var ekki heima og þegar að þessi þriðja hringdi nokkrum dögum seinna og ætlaði að bjóða mér með í heimsókn til til einnar vinkonu og ég sagði nei takk því ég var að vinna að verkefni sem ég átti að skila daginn eftir.......... Svona get ég alveg haldið áfram að telja upp og gerðist þetta allt bara á nokkrum dögum!!!!!

Þetta fékk mig til að hugsa um að kannski verð ég bara að gjöra svo vel að drattast til að endurskipuleggja þetta allt saman og bara búa til tíma sem ég á til þess að hitta þessar vinkonur mínar því þær eru mér svo mikils virði..... svo mikið er víst Cool

En allavega þá er ég búin að vera að skoða þetta allt saman og vona bara að mér takist að finna leið til að standa undir eigin kröfum og kannski að laga til í þeim kröfum sem ég geri á sjálfa mig....

Þangað til næst..... munið að þegar að þig gerið kröfur á ykkur og aðra að vera sanngjörn og muna að flestir gera eins vel og þeir geta

Kveðja Mona 


Rosalega líður tíminn hratt......

.... mér finnst ég bara rétt vera komin úr þessum skírnaveislum en samt er aftur komin helgi á morgun!!! Ég er að spá hvort að þetta séu ellimerki að finnast tíminn hverfa frá manni... neee getur ekki verið Joyful

Ég svo sem hef ekki margt að segja en ákvað að aðeins að taka út nettan pirring hér á veraldarvefnum í sambandi við tíma og tímaleysi.

Ég var sko alveg búin að ákveða að skella mér í að taka slátur um helgina með einni góðri vinkonu en komst þá að því í dag að það verður ekki hægt að kaupa í það fyrr en eftir helgi!! ARGHH varð sko ekki ánægð þar sem næsti laugardagur var alveg snilldar dagur til að fara í það vegna þess að þessi góða vinkona mín er komin alveg á steypirinn og við erum að tala um að hún á bara að eiga eftir thja ca. 2 vikur.... Wizard Þannig að þetta er sett á hold og við ætlum að sjá til hvort við frestum þessu ekki bara þangað til eftir að hún er búin að eiga.

Fyrst þetta plan gekk ekki upp þá fékk ég þá frábæru hugmynd um að hringja í aðra mjög góða konu og ath hvort það væri ekki bara snilld að skella sér í að steikja kleinur á laugardeginum. Þar sem ég var hvort eð er búin að sjá fram á að þessi dagur yrði góður í að gera hluti aðra en að læra þá fannst mér það snilldar hugmynd... Og það gekk eftir þannig að ég stefni á það að eyða megninu af laugardeginum í að æfa mig í að vera húsmóðir og steikja kleinur Grin

Það er snilld að vera í skóla, það er gaman að vera í skóla og ég er ofboðslega glöð og ánægð með þá ákvörðun að hafa drifið mig í skóla í fyrra haust.... En ef einhver hefði getað gert mér það almennilega ljóst hvað þetta getur verið strembið á tímum þá hefði ég sennilega aldrei lagt í þetta. Ég reyni að gera mitt besta en mér finnst tíminn hlaupa frá mér alveg endalaust og vááá hvað ég væri til í að sólahringurinn myndi lengjast um svona helming allavega 3 daga í viku!!!!Alien

En núna er ég hætt að nöldra..... lífið er gott, mér gengur vel, börnin mín eru heilbrigð, ég á mikið af góðu fólki í kringum mig, ég er ástfangin, lífið er stutt og ég ÆTLA AÐ GERA MITT BESTA TIL AÐ NJÓTA ÞESS Í BOTN AÐ VERA TIL InLove

Þangað til næst..... njótið hvers dags til hlýtar, hann kemur aldrei aftur Cool

Kveðja Mona


Þá er skírnarhelgin mikla afstaðin.....

.... og þar sem ég er svo heppin að þekkja töluvert mikið af góðu fólki þá er ýmislegt sem fylgir því (og þá sérstaklega á þessum aldri sem ég er á). Þar sem mér finnst annarhver maður sem ég þekki vera nýbuinn að eignast lítinn sólargeysla, eða fréttir af óléttu eða alveg við það að koma með nýtt líf í heiminn þá að sjálfsögðu fylgir því að gefa þessum englum nafn.

Á laugardaginn fórum við í alveg afskaplega fallega skírn í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þar var dóttir æskuvinkonu minnar og góðs vinar míns að fá nafnið sitt. Stórasystir hennar var virkur þátttakandi og verð ég að viðurkenna að þegar að hún las upp fyrir litlu systur sína smá texta sem hún samdi alveg sjálf þá fékk ég tár í augun. Að heyra svona falleg orð frá 9 ára barni til litlu systur sinnar var alveg hreint magnað. Litla snúllan fékk nafnið Hanna Karítas og ég er nú ekki frá því að það passi bara alveg einstaklega vel við hana.

Á sunnudeginum var svo önnur falleg skírn sem fór fram í Möðruvallarkirkju. Þar var einnig verið að gefa lítilli stelpu nafn og er hún dóttir frænda og góðs vinarfólks. Skemmtilegt var að sjá eldri systur hennar standa þarna uppi með mömmu sinni og pabba og taka þátt í því þegar að litla systa fékk nafnið sitt. Gunni var skírnarvottur og ég hlakka mikið til að sjá hversu hátíðlega hann á eftir að taka það hlutverk að sér!!!!! hmmmm..... Litla snúllan fékk nafnið Sandra Björk Smile

Svo er það bara þannig framundan að þetta er bara byrjunin á fleiri skírnarveislum þar sem allavega 3 börn í famelíunni eiga eftir að fæðast fyrir jólin og svo er allavega ein sem ég veit um fljótlega eftir jól!! Og svo er ég reyndar alveg viss um að ég eigi eftir að fá fréttir á næstunni um fleiri óléttur.... Það er bara eitthvað svoleiðis andi í loftinu held ég Wink

En að allt öðru en skírnarveislum og óléttum..... Prófið sem ég tók á föstudaginn gekk svona alveg ágætlega hjá mér og ég fékk út úr því núna um helgina. Ég náði því en ég get ekki sagt að ég hafi verið neitt sérstaklega há samt sem áður..... hmmmm En ég ætla sko ekki að kvarta þar sem ég skrapp í netta svæfingu og smá viðgerð upp á FSA daginn fyrir prófið.... Þannig að ég er bara alveg alsæl með að hafa náð því Grin

En nú er ég að hugsa um að henda mér í að gera verkefni fyrir Meginþætti Þróunarmála svo ég geti hellt mér í mannfræðilegu greininguna þar á eftir!!!! LoL

Þangað til næst..... hafið það sem best og gerið ekkert sem ég myndi ekki gera!!!! :)

Kveðja Mona   

P.S. HUMHuMMM hvernig er með þessa bloggara sem ég klukkaði.....eruð þið öll að drepast úr leti eða?????  


Þá er fyrsta próf þessarar annar búið....

...en alveg klárlega ekki það síðasta. Já gott fólk í mínum skóla þá er bara alveg nóg að gera og er ég bara alveg ferlega sátt við það.

Ég fór í fyrsta próf vetrarins í morgun og var það bara alveg ágætt því þá kannski fer maður að detta í lærugírinn og er það ekki seinna vænna. Reyndar skrapp ég í smá speglun í gærmorgun og fylgdi því svæfing og tilheyrandi þannig að lestur fyrir þetta próf var frekar undarlegur í gær, frekar utanvið mig og nett dópuð af verkjalyfjum þóttist ég vera að reyna að læra FootinMouth Þuríður var hjá mér í allan gærdag og langt fram á kvöld og hefði ég sko ekki viljað hafa það öðruvísi og því þakka ég henni fyrir það að eg allavega kom ekki alveg ólesin í prófið í morgun.... Kiss og knús Þuríður

En af skæruliðunum mínum er það að frétta að Malena er í mánaðarfríi frá fótboltanum og verð ég mjg fegin þegar að hann byrjar aftur því þetta barn hefur bara allt of mikið af aukaorku sem hún verður að vinna í að fá útrás fyrir og nær hún því vel í boltanum. Ég lenti svo í því í fyrsta skiptið að hún kom heim með stærðfræðiblað sem hún var að reikna og ég stóð á gati. Varð að senda hana aftur með það í skólann og fá útskýringu hjá kennaranum hvernig ætti að gera nokkur af síðustu dæmunum Crying (þarna er komin ástæðan fyrir því afhverju ég er í félagsvísindum en ekki raunvísindum í mínum skóla). Annars horfi ég bara á þessa stóru og flottu stelpu sem ég á og er bara að rifna úr stolti því hún er svo flott og dugleg í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún gerði sér nú lítið fyrir og málaði eitt stykki skírnargjöf hjá múttu niðri á Keramiklofti og er hún mjög flott hjá henni.

Jana Sól er svo alltaf jafn ótrúleg. Henni fer mjög fram í að læra stafina og þó hún sýni ekki mikið meiri áhuga á þessu nú en áður þá samt virðist þetta allt vera á réttari leið hjá henni. Nú fer hún að fara að byrja aftur á sundæfingum en ég á bara eftir að labba með henni leiðina sem hún á að labba. (nú er hún orðin ssvo stór að hún ætti alveg að geta það). Í skólanum er allt búið að snúast um kartöflur og þau eru að rækta þær og vinna með þær og hún kom hér heim í fyrradag og þá voru þau búin að vera í því að taka upp kartöflur. Hún veit orðið ótrúlegustu hluti um kartöflur og hafa undanfarnir kvöldmatatímar farið í að hlusta á hana koma með hin og þessi fræði um kartöflur!!! Cool Hún er ekki alveg að skilja hvers vegna við getum ekki bara skellt okkur í að gera kartöflugarð hér á lóðinni hjá okkur. Ferlega æst í að gerast kartöfluræktandi og er búin að marg sýna mér hvar best sé að hafa kartöflugarðinn... Ekki að fara að gerast hér sko. Flott stelpa með alveg ótrúlegar hugmyndir og orðaforða og leikræna tilburði sem geta alveg gert mann máttlausan úr hlátri.

Montin mamma hér á ferð!!Whistling

Sem sagt, hér er nóg að gera eins og alltaf og held ég að það séu bara alveg ferlega skemmtilegir tímar framundan... Allavega vinnum við að því hörðum höndum að hafa þá skemmtilega ;)

Kveðja Mona


Ég var klukkuð af Möggu minni......

Og þar sem ég hef dregið það í næstum viku að svara þessu klukki hennar ákvað ég að gefa mér smá tíma í að svara þessu hérna.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

Skólaliði í Háteigsskóla, Hársnyrtir á Akureyri og Grímsey, Stokka upp línu í Grímsey og Barinn á Amour

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:

Mamma mia, Sound of music, Titanic og Lord of the rings allar með tölu :)

Fjórir staðir sem ég hef búið á:

Akureyri, Reykjavík, Grímsey og svo aftur Akureyri.

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

Grays anatomy, Cold case, CSI og Numbers.

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

London, Svíþjóð, Danmörk og Portúgal. (byrjaði samt í USA)

Fjórar síður sem ég heimsæki daglega (fyrir utan bloggsíður):

mbl.is, unak.is, leikjanet.is, visir.is

Fjórir staðir sem ég myndi vilja vera á núna:

Ég væri alveg til í að fara og skoða meira í London. Svo væri alveg klassi ef ég myndi skella mér með liðið mitt til Florida í Disney World og litli brói kæmi og hitti okkur þar. Að henda mér á leik með Man Utd og taka Gunna og Stebba með mér. Í sumarbústað með heitum potti með fjölskyldunni minni....

Fjórir bloggarar sem ég klukka:

Litli brói, Þuríður, litla systa og Eva Rafnsd ;)

 

Koma svo elsku bloggararnir mínir....... Taka þátt í þessu svo ;)

Kveðja Mona

 


Þá er skólinn byrjaður....

Jæja þá er allt að verða komið í fastar skorður á heimilinu þar sem við mæðgur erum allar byrjaðar í skólanum. Stelpurnar eru komnar inn í rúm á kvöldin núna á skikkanlegum tíma og svo er bara ræs á liðið klukkan 7 á morgnanna.

Skólinn hjá stelpunum byrjar rólega og er enn ekkert heimanám komið á hjá þeim en lesturinn er komin á fullt skrið. Malena er orðin svo stór að hún bað um að fá að sleppa því að vera í vistun. Þannig að nú kemur hún bara ein heim úr skólanum og hringir í mig og lætur mig vita ef ég er ekki heima. Þetta fyrirkomulag hefur gengið vel í þessar tvær vikur sem eru að verða komnar og held ég að það eigi bara eftir að ganga vel.

Jana Sól er í vistun til 4 alla daga og virðist vera alveg alsæl með það enn allavega en spurning hvernig það verður þegar að frá líður. Hún er að verða mun betri í stöfunum og það gengur mjög vel hjá henni að setja saman nokkra stafi í litlum orðum.

Hjá mér er það hinsvegar aðeins önnur ella. Skólinn byrjaði bara með látum og ég sé fram á að það verði meira en nóg að gera hjá mér fram að jólum. Ég get svo sem sett ykkur nett inn í þegar að ég segi að hann byrji með látum. Það er bók sem er 440 bls sem við eigum að vera búin að lesa fyrir 12 september og þá er próf úr henni!! En þar sem við í bekknum ákváðum að skipta henni niður og gera úrdrátt úr henni þannig að það auðveldar lesturinn til muna.

Þetta byrjar sem sagt vel hjá okkur öllum og verð ég að segja að ég er farin að hlakka mikið til að takast á við öll hin verkefnin sem bíða eftir mér, bæði skólalega og hér heima.

En núna er ég að hugsa um að fara að gera minn hlut úr bókinni fyrir þetta próf.

Þangað til næst.... brostu framan í heiminn þá brosir heimurinn framan í þig Grin

Kveðja Mona


Sögur úr sumarfríinu...

Þá er komið að því að ég ætla að stikla á stóru og segja ykkur aðeins frá því sem við vorum að gera í sumar. Ég setti mér markmið í byrjun sumars að vera ekki heima neina helgi í sumar. Mér tókst að standa við það fyrir utan eitt föstudagskvöld og eitt laugardagskvöld og var það sko ekki sömu helgina. Það voru líka 2 heilar vikur sem fóru í ferðalög og voru stelpurnar með aðra vikuna en ekki hina.

Ég hef ekki farið lengra í austur en Mývatnssveit í allavega ein 7 ár þannig að það var ákveðið í fyrri vikunni sem var farið að vera á austurlandinu. það var mikið keyrt um og skoðað og mikið farið í göngutúra og alveg rosalega gaman.

DSCN4016  Hér er ég búin að finna Grettishelli.

Var á leiðinni upp að Dettifossi þegar að það var gerður frekar langur út úr dúr bæði keyrandi og labbandi til þess að koma við í honum. Dettifoss var einnig skoðaður og botninn í Ásbyrgi labbaður allur fram og til baka. Einnig var farið í hljóða kletta og tekinn hringur þar og labbað að Karli og Kerlingu í þeirri ferð einnig. Ég held svei mér þá að ég hafi labbað meira samanlagt á þessum tveimur dögum en ég hef gert í einhver ár FootinMouth

Í þessari austurlandaferð var farið alla leið austur á Seyðisfjörð og var það alveg meiriháttar gaman. Þar voru Dóri frændi og Hrönn með hús alveg við ánna sem rennur í gegnum bæjin. Yfir 20°hiti, öl og að skella sér að vaða, gerist ekki öllu betra. Og ég tala nú ekki um skemmtunina þegar að Gunni ákvað að skella sér á kajak og Dóri frændi var að aðstoða hann vegna þess hversu erfitt var að róa í ekki dýpra vatni en þessu.

 DSCN4128

Þetta var mjög skemmtilegt atvik að horfa á LoL

Einnig var alveg magnað að sjá þegar að Norræna var að sigla inn þennan þrönga litla fjörð og ég tala nú ekki um hvað það var flott að sjá allt þetta magn af bílum sem voru að bíða eftir að komast um borð. Þar sem ég á nú ættir að rekja á Seyðisfjörð fannst mér sérstaklega áhugavert að fara og skoða Tæknisafnið sem er búið að gera þar. Hægt var að skoða gömlu símstöðvartækin og meira að segja var hægt að prufa að hringja úr einum síma í annan. Mjög áhugavert vegna þess að amma Svala hefur svo oft minnst á það að þegar að hún bjó á Seyðisfyrði og var ólétt af múttu þá vann hún á símstöðinni.... Skemmtilegt!!! Einnig keyrðum við framhjá húsinu sem amma langa og afi langi bjuggu í. Var að hugsa um að banka upp á og ath hvort mér yrði ekki boðið í kaffi en mér sýndist enginn vera heima þannig að ég hætti við það Tounge

Frábært ferðalag og alveg ofboðslega mikið labbað, skoðað, keyrt og lært um staðina sem við fórum um.

Svo þegar að það kom að seinna langa ferðalaginu sem var farið í var upphafið af því á Siglufyrði. Malena var að keppa á pæjumótinu og var alveg rosalega gaman að fylgjast með leikjunum sem hún spilaði. Stelpurnar lentu í 3ja sæti í sínum flokki og enduðu í 7. sæti á mótinu af 14 liðum og það er flottur árangur. Malena spilaði reyndar bæði með 6. flokk og 5. flokk þannig að það var alveg nóg að gera hjá henni.

 DSCN4205Hérna er fótboltastjarnan að hita upp....

Eftir alveg stórskemmtilega helgi á Siglufyrði fórum við í sveitina og vorum þar eina nótt. Við fengum lánaðan bílinn og A - hýsið hjá þeim í sveitinni og lögðum upp í langferð sem endaði á því að vera alveg ofboðslega skemmtileg og farið á staði sem mér hefur bara dreymt um að koma á. Það var tekin ákvörðun um að fara yfir Kjöl og tók það okkur rúma 5 tíma vegna þess að vegurinn var alls ekki skemmtilegur. En útsýnið varð alveg til þess að bjarga því. Að sjá lónin þarna uppi í allri auðninni og svo jöklarnir að skríða niður úr fjöllunum, ólýsanlegt.

þegar að við komum yfir Kjöl stoppuðum við bæði við Gullfoss og Geysi og löbbuðum um og skoðuðum. Stelpunum fannst það alveg rosalega skemmtilegt og þeim fannst fossin alveg ferlega flottur. Og þegar að við stoppuðum hjá Geysi og þær sáu Strokk gjósa þá var ekki mjög auðvelt að koma þeim í burtu aftur ;)

Daginn eftir slógumst við í för með ömmu Svölu og Sigga kærastanum hennar og var það alveg rosalega gaman. Hann þekkir svo mikið til á suðurlandinu og það var mjög gaman að fá að komast með honum í ferð eins og þessa. Við fórum í Þórsmörk og það er staður sem mig hefur alltaf langað til að koma á. Landslagið þar er alveg ótrúlegt og ég held að þetta sé með fallegri stöðum sem ég hef séð á landinu.

Það var svo farið lengra og lengra austur eftir og við gistum með þeim í 2 nætur. Fyrri nóttin var á Skógum og seinni staðurinn Kirkjubæjarklaustur. Á leiðinni á Þessa staði var stoppað og skoðað á mörgum stöðum og Siggi sagði okkur margt skemmtilegt um staði í kring sem við komumst ekki í að skoða. Einn af stöðunum sem við stoppuðum á var Laufskálavarða. Þar var einu sinni Jörð sem búið var á en það er sagt að þegar að fólk er að fara þar framhjá í fyrsta skiptið á það að stoppa og hlaða vörðu, það er fyrir fararheil fyrir viðkomandi.

DSCN4373Hér er varðan sem var hlaðin

En sem sagt ýmislegt var skoðað og við vorum eins og sannir ferðamenn. Fórum á söfn, löbbuðum upp að Svartafossi í Skaftafelli og ég tala nú ekki um ógleymanlegu ferðina sem við fórum á Jökulsárlóninu. En sem sagt stelpurnar löbbuðu og innbyrgðu svo mikið magn af upplýsingum á einni viku að það var allt komið í kross hjá þeim. 

En svona til að slá botninn í þetta að þá var þetta síðasta ferðalag sumarsins mjög áhugavert og það endaði með því að við fórum hringinn. Síðustu nóttina gistum við í Mývatnssveit og var það mjög skemmtilegt.

En allavega þá er ég búin að fara yfir sumarið í Mjög stórum dráttum þar sem margt var brasað.

Þangað til næst.... ekki gleyma að ferðast um landið okkar, Við eigum svo ótrúlega margar perlur sem gaman er að skoða.

Kveðja Mona 

 

 

 

 

 

 

 


Þá er sumarfríið á enda....

... og kannski bara alveg kominn tími á að vera bara alveg alsæl með það bara. Mikið var brasað í sumar og ég held að ég verði bara að henda inn myndum og bloggi um það allt saman hérna á næstunni!!!!!

En núna er ég rokin þar sem ég á eftir að gera ýmislegt áður en ég gleymi öllu.....

 Knús og kossar Mona


Tómlegt í kotinu.....

Já ég get ekki annað sagt en það sé frekar tómlegt hér þessa dagana þar sem skæruliðarnir eru ekki heima. Síðastliðinn föstudag keyrði ég þær á Vestmannsvatn og var engin smá tilhlökkun hjá þeim og þá sérstaklega Jönu Sól þar sem hún var að fara í fyrsta skiptið. Hún kom með í fyrra til að keyra Malenu en var alveg hundfúl að meiga ekki vera eftir og var ekki alveg að skilja þetta. En núna var loksins komið að því að hún mátti vera með og ekkert smá mikið sem hún er búin að vera að spyrja um hitt og þetta.

Á föstudaginn vaknaði ég upp við frekar undarlegan draum þegar að ég fattaði það að ég á ekkert lítið barn lengur!!! Jana Sól gat ekki beðið eftir því að ég færi aftur þegar að ég var að keyra þær. Hún marg spurði mig hvort ég væri ekki að fara.... Greinilega hrædd um að ég myndi taka hana með mér heim aftur ef ég myndi ekki drífa mig strax. Wink

En núna er kominn þriðjudagur og enn hefur ekki vereið hringt og ég hef verið rosalega dugleg að mér finnst að vera ekki að hringja þar sem ég veit að ég fæ símtal ef eitthvað er að. Þannig að stelpurnar mínar eru greinilega bara mjög duglegar og stórar þannig að ég þarf bara ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu öllu saman

En ég er nú búin að hafa alveg ágætt að gera síðan að þær fóru og ég er búin að vera að "passa" fyrir mömmu á meðan að hún er á Kristnesi. Litli loðni bróðir minn er búinn að vera hérna þannig að ég bara greiði honum í staðinn fyrir Jönu LoL

Svo er ég búin að vera að brasa í garðinum, laga runnabeðin og svo fór ég í dag og keypti mér sumarblóm og henti niður í blómabeðið sem ég er búin að búa mér til. Fer að breytast í blómakonu með þessu áframhaldi ;)

En ég væri alveg til í að fara að fá sól og meiri hita hingað norður svo ég geti farið að klára að gera runnana fína þar sem ég nenni ekki að liggja í blautu grasinu......

Þangað til næst.... Sól, sól skín á mig Ský, ský burt með þig......... osfrv....

Kveðja Mona 


Fyrsta útilega sumarsins.....

Um helgina skelltum við okkur í fyrstu útilegu sumarsins og var það alveg rosalega gaman. Við fórum í Gloppu í Öxnadal og Harpa og Anders voru þar líka með gormana sína og svo komu Hjörvar og Bylgja seinni partinn á Laugardeginum.

Veðrið var fínt þegar að við mættum á svæðið á föstudeginum og um kvöldið en um nóttina byrjaði að helli rigna og rigndi vel fram yfir hádegið á okkur. Flestir voru frekar kaldir eftir nóttina en eftir hádegið þegar að sólin fór að skína var farið að vinna útivinnu, slátt og rakstur, gaman gaman og öllum orðið hlýtt aftur. Við grilluðum og borðuðum alveg slatta og vááá hvað maturinn var góður, fengum okkur öl og spiluðum fram eftir nóttu. Morguninn eftir vöknuðum við svo í steikjandi hita, sól og alveg frábært veður.

Um hádegi á sunnudeginum fórum við í sveitina til þess að aðstoða við að setja út kvígur og kálfa og gekk það nú svona upp og ofan. Loksins þegar að það var búið voru allir orðnir frekar sveittir og skítugir en mikið var það samt gaman. Ég held að ég hafi ekki hlaupið svona mikið í nokkur ár eins og ég þurfti að gera þegar ég var að reyna að komast í veg fyrir að við myndum missa allt til baka aftur. Stelpan kom sjálfri sér á óvart sko Tounge

En það voru sko þreyttir einstaklingar sem komu hingað heim í gærkvöldi eftir alveg magnaða helgi og í morgun var ekkert smá erfitt að vakna til að koma ormunum í skólann. En þetta var alveg meiriháttar þreyta þannig að ég ætla sko ekki að kvarta.

Þangað til næst þá bara hafið það gott í sólinni í dag.... :)

Kveðja Mona


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband