Ég sökka feitt.....

....já það er alveg komið á hreint að ég er ekki að gera mig sem virkur bloggari!!!

Spurning um að sætta sig bara við það og vera ekki stúrin ef allir eru búnir að gefast upp á að koma hér inn þar sem lítið hefur gerst hér!!!

En annars er bara allt það sama að frétta héðan, allt á fullu og má segja að flestir dagar eru bara bókaðir frá morgni til kvölds í að gera fullt, fullt af hlutum.

Það er skólinn, æfingar hjá Maleu í fótbolta, Malena með mentornum einu sinni í viku, Malena að vinna einn dag í viku, Jana Sól á sundæfingum, Jana að meta hvort hún eigi að leika við vini eða horfa á teiknimyndir, ég í endalausum verkefnum í augnablikinu og er að fara í prófalestur og svo brjótum við þetta upp annað slagið um helgar með því að fara í fjallið eða í sund!!!

Þannig að hér er bara nóg að gera og það er bara fínt þar sem við erum ekki að höndla það þegar ekkert er að gera, þá verða bara allir voða pirraðir og leiðir.

Þar sem öskudagurinn er í dag þá var ræs í morgun kl 6:30 þannig að glimmerkötturinn og meiddi þórsarinn hefðu nægan tíma til að fá sér að borða og græja sig fyrir skemmtilegan dag þar sem hittingur var heima hjá einni korter í 8 í morgun ;) Þannig að það verður rosa gaman að koma heim í hádeginu og sjá hvaða nammi það er sem bíður mín vegna vorkunar um að ég sé orðin fullorðin og get ekki sungið og fengið nammi eins og þær ;)

En þangað til næst..... vonandi borðið þið ekki of mikið nammi því þá fáðið þið bara illt í magann!!! ;)

Kveðja Mona


Hér er allt komið í fastar skorður....

....skólinn að komast á skrið, allar æfingar byrjaðar og gormarnir komnir í bælið á skikkanlegum tíma á kvöldin.

Það er mikil tilhlökkun hjá okkur mæðgum þar sem stefnan er tekin í Hlíðarfjall á laugardaginn um hádegi. Jana Sól er að fara í skíðaskóla Andrésar og við Malena ætlum að skella okkur með, ég á skíðum og hún á bretti. Það verður rosalega gaman að sjá hvernig henni gengur þar sem ég hef ekki farið með henni í fjallið áður.

Jana Sól var ekki í vandræðum með það að læra á skíði. Hún hafði aldrei stigið á skíði þegar að hún fór í fjallið síðasta laugardag. Börnin voru beðin um að elta þjálfarana á skíðunum og foreldrum bent á að halda sig til hlés. Þegar að ég kom svo aftur tveimur tímum seinna þá bara sá ég mína renna sér í minnstu brekkunni eins og hún hefði aldrei gert neitt annað en að vera á skíðum. Svo á sunnudeginum þá bara skutlaði ég henni aftur upp í fjall og skildi hana eftir og þegar að ég kom svo aftur tveimur tímum seinna þá var mín bara komin í næstu brekku sem er aðeins brattari og var að renna sér þar með hópnum sem hún var sett í. Ekkert smá stolt og ánægð mamma sem fylgdist með skíða drottningunni ;) 

Það eru orðin ein 8 ár síðan ég fór á skíði síðast held ég og þurfti ég að fara heim til fyrrverandi tengdaforeldra minna í dag og sækja skíðin mín..... Þannig að ég skellti þeim beint til Vidda til að láta bera undir þau þannig að ég standi ekki bara kyrr á sama stað þegar að ég ætla að fara að renna mér á laugardaginn ;)

Annars hef ég eitthvað lítið að segja í augnablikinu en ég skal koma með skemmtilega skíðasögur hér inn um helgina....

Þangað til næst...... vonandi fer ég mér ekki að voða, hugsið fallega til mín rétt eftir hádegi á laugardaginn ;)

Kveðja Mona


Þá er skólinn byrjaður aftur....

..... og þá fer allt að komast í fastar skorður aftur.

Mikið verður það nú gott eftir þetta frí þegar að allt verður komið í sinn vanalega gír á heimilinu og í skólanum hjá okkur mæðgum. Ég er að verða frekar pirruð á því að geta ekki sofnað á kvöldin og vera svo drullu þreytt á morgnanna.... ekki minn stíll sko.

Annars er allt hér bara að detta í eðlilegar skorður, Malena byrjuð aftur á fótboltaæfingum og búin að skella sér einu sinni í fjallið á þessu ári... Bretti, bretti, bretti Grin

Jana Sól er einnig byrjuð aftur á sundæfingum og svo er hún að fara að byrja í Andrésarskólanum, skíðanámskeið sem verður næstu 2 helgar á bæði laugard og sunnudag. Hún er alveg voða spennt fyrir því. Wink

Svo bara verður mamman að fara að dusta rykið af skíðunum sínum og taka upp gamla takta og drattast til að skella sér í fjallið með gormunum.... það verður stuð!!!!Tounge

En jæja ég er eiginlega alveg komin með nóg eftir kvöldið.... Búin að taka eldhúsið alveg gjörsamlega í gegn hérna þannig að ég er að hugsa um að fara að koma mér í bælið....

Þangað til næst.. verið góð við hvort annað og þá græða allir ;)

Kveðja Mona


Gleðilegt nýtt ár.....

..... og takk öll fyrir það gamla!!!

Ég bara trúi því varla að það sé komið að enn einu nýju ári, enn eitt árið búið og ég gerði ekki næstum allt sem ég ætlaði að gera á því síðasta!!!!

Ég verð alltaf jafn hissa þegar að þetta gerist en samt gerist þetta á hverju einasta ári...

Mona ætlar að gera ákveðna hluti

Mona kemst ekki yfir ákveðna hluti

Mona er of löt til að gera ákveðna hluti

og svo bara BÚMM KOMIÐ NÝTT ÁR!!!!

En jæja ég ætla ekkert að væla eitthvað yfir því svona er ég víst bara og hef verið í rúm 30 ár og ég held ég fari ekkert að taka upp á því að breytast neitt of mikið.

Nýja árið leggst held ég bara nokkuð vel í mig, ég er að læra hér fyrir þetta eina próf mitt sem mér tókst svona snilldarlega að ná ekki en ég bara fer á mánudaginn og rúlla þessu upp, vonandi Wink

það eru nokkrir hlutir sem ég ætla mér að gera á nýja árinu og ég skal standa við þá alla ef ég mögulega get.....

brosa meira

hlægja meira

borða meira - minna (fer eftir vigtinni)

tala meira (hmmm eða bara svipað samt held ég fyrir ykkur hin)

æji ég ætla bara að vinna í því hörðum höndum að vera meira glöð og ánægð á nýju ári, það finnst mér gott plan Cool

En nú er ég hætt og ætla að drattast til að halda áfram að læra....

Hafið það sem allra best á nýja árinu og takk fyrir allt gamalt og gott......

Kveðja Mona 


Gleðileg jól.....

...... til ykkar allra sem þetta lesa og ég vona að hátíðarnar verði ykkur eins ánægjulegar og hægt er miðað við allt og allt.

Allt er tilbúið hér á þessu heimili og ég bíð bara eftir að stelpurnar komi heim úr möndlugraut hjá ömmu þeirra og afa.

Kiss og knús með STÓRU jólabrosi í hjartanu

Kveðja Mona


Ég vildi að ég gæti......

..... bætt við nokkrum klukkustundum í sólarhringinn

..... losnað við verkinn í bakinu á mér

..... farið í sólarlandaferð

..... eytt meiri tíma með fjölskyldunni minni

..... hitt vinkonur mínar meira

..... fengið að vita hvað ég fæ fyrir ritgerðina í Þróunarmálum

..... brosað hringin án þess að eyrun myndu stoppa það

..... gert eitthvað í landsmálunum

..... gert svo miklu miklu meira!!!!!!

En þar sem ég get það ekki þá ætla ég bara að vera alsæl með það sem ég get gert.....

ég get.......

..... reynt að skipuleggja mig betur þannig að 24 tímar nægja

..... farið í sturtu og þá skánar bakið

..... farið út að labba í snjónum og beðið eftir að komast á skíði

..... eytt tíma með fjölskyldunni í næstum mánuð í jólafríinu

..... einnig hitt vinkonur mínar í jólafríinu

..... beðið róleg, einkunnin kemur

..... brosað alveg nógu breytt þó svo að eyrun séu enn föst á mér

..... lagt mitt af mörkum en ég breyti engu í landsmálum

..... gert mitt besta hverju sinni!!!!!

Það er brjálað að gera hjá mér þessa dagana þannig að þetta verður stutt og laggot.... Vildi bara láta ykkur vita að ég er á lífi og ég segi ykkur eitthvað ferlega skemmtilegt þegar að ég verð búin í prófunum..... LoL

þetta finnst mér hljóma alveg eins og gott plan..... Cool 

Þangað til næst..... hafið það sem best og reynið að brosa í gegnum súrt og sætt í þjóðarmálum

Kveðja Mona


Að finna það besta í öllu......

...... er eitthvað sem gefur lífinu auðveldari og þægilegri tilgang en að vera alltaf að bölva öllu og öllum!!! Klárlega skemmtilegra og gerir mann glaðari Wink

  • Það er þreyta í minni í dag en ég fer bara snemma að sofa í kvöld
  • Það er spáð brjáluðu veðri og ég er ekki að pirra mig á því
  • Það er slatti af snjó og mér finnst það fínt
  • Það er búið að vera frekar kalt og ég klæði mig vel 
  • Það er mikið að gera í skólanum og ég verð að skipuleggja mig vel
  • Það var próf hjá mér í morgun og ég veit ekkert hvernig mér gekk, kemur í ljós
  • Það er skírn á morgun sem ég ætla klárlega að mæta í (hlakka svo til)
  • Það er BRJÁLAÐ að gera hjá Gunna sem er gott
  • Það er leiðinlegt að ryksuga en með mama mia á fullu gerir það fínt
  • Það er myndataka á sunnudag ef veður leyfir, annars bara seinna
  • Það er brjálað veður í Grímsey í dag heyrði ég, er að fara þangað eftir viku
  • Það er slæmska í bakinu en það hlýtur að líða hjá
  • Það er kreppa í landinu en ég ætla EKKI að láta hana hafa áhrif á mig ef ég get!!

Þetta er bara svona nett innsýn í lífið hjá okkur, bæði skemmtilegir og ekki svo skemmtilegir hlutir og það er alveg þannig að ég er alsæl með þá alla með tölu. Að sjálfsögðu alveg mis sæl en gef ekkert eftir í að reyna að gera það besta úr hlutunum hverju sinni og njóta svo allra þeirra góðu inni á milli Cool

Ég er ánægð með lífið og ég vona að þið séuð það líka!!! Heart

Kveðja Mona


Hvað gengur fólki til?

Fólk er fíbl er nokuð sem ég hef sagt annað slagið í gegnum tíðina og ég varð fyrir reynslu um helgina sem fékk mig til að styrkja þá skoðun mína enn betur.

Hvað er það sem fær fólk til að drulla yfir annað fólk?

Hvað er það sem fær fólk til að kalla annað fólk illum nöfnum?

Hvað er það sem fær fólk til að dæma annað fólk?

Hvað er það sem fær fólk til að tala um það sem það þekkir ekki?

Hvað er það sem fær fólk til þess að halda ekki kjafti og koma sér í burtu þegar það er beðið um að gera það?

Ég er að tala um algjörlega að tilefnislausu með öllu!!!

Flest fólk er fínt samt sem áður og mikið til af góðu fólki. En ég lenti í manni um helgina sem ég vona að ég sjá aldrei aftur á meðan að ég lifi. Ég þekki hann ekki neitt og ég hef ekki talað við hann en hann þekkir mann sem ég þekki og meira að segja hef ég ekki hugmynd um hvað hann heitir. En hann þekkir til mín og hann þekkir eitthvað af fólkinu mínu og hann leyfði sér fyrir vikið að segja hluti sem ég hefði aldrei ímyndað mér að ég ætti eftir að heyra. Til að gera langa sögu stutta þá varð Mona svo ofboðslega reið að hún lét hnefann tala...... En reyndar var ég búin að gefa aðvaranir en þar sem það var ekki virt þá bara endaði það svona...... Devil 

En að allt öðru og mun skemmtilegri málum.

Laugardagskvöldið var tær snilld!!!!

Ingunn, Bubbi, Valey, Hjalti, Gunni, Gunni T og ég tókum okkur til og spiluðum bæði Bíóbrot og svo eftir að strákarnir náðu að vinna okkur í því var ákveðið að taka fram Hættuspilið. Þar sem hættuspilið ber nafn með rentu þá endaði það með því að ég var orðin frekar pirruð og eiginlega á parti við það að verða reið þegar að Ingunn tók sig til og vann.

Frábært kvöld með Öllu og ég segi bara takk fyrir mig Kissing

Þangað til næst..... Horfið í hina áttina þegar að þið hittið heimskt fólk... það er ekki þess virði að eyða orku í það ;)

 Kveðja Mona


Afmæli hjá litla dýrinu, sláturgerð og skóli.....

...... og ég tala nú ekki um þjóðfélagsumræður ofan í allt saman!!!

Já ég get sko alveg sagt ykkur það að litla dýrið mitt er orðið 7 ára og ég bara veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Að sjálfsögðu er það eins með hana og alla hina í fjölskyldunni að við þökkum bara fyrir hvert árið sem við höfum hvort annað en 7 ÁRA!!!! Klárlega er ég að vakna upp við þann draum þessa dagana að ég á ekkert lítið barn lengur sko...... En þar sem ég er ánægð og sæl með hvað ég á flottar stelpur þá get ég ekki kvartað Cool Hér var haldin fín afmælisveisla fyrir fjölskyldu og vini og var mín alveg ferlega ánægð með daginn sinn og allar gjafirnar sem hún fékk.

Í gær var svo frábær sláturgerðardagur. Kristjana og Brói komu hér með litla snúð upp úr 10 í gærmorgun og vorum við ekkert smá duglega í að drullumalla saman. Í hvert skiptið sem ég hef komið nálægt sláturgerð undra ég mig alltaf á því hverjum í ósköpunum datt í hug að blanda þessu svona saman til þess svo að borða þetta!!!  Ekki þar fyrir að mér finnst þetta algjört sælgæti hvort sem það er heitt með stöppu eða kalt með grjónagraut.... Þannig að ég segi bara snilld að þetta hafi verið fundið upp á sínum tíma Smile

Í skólanum er sko búið að vera meira en nóg að gera og mér finnst ég varla geta gert aðra hluti öðruvísi en að fá móral yfir að vera ekki með kveikt á tölvunni eða með einhver ljósrit eða bók í hönd.... En þar sem ég ætla að reyna að gera góð verkefni og skila góðum prófum þá bara verður það að vera svona. Var í einu prófi á þriðjudaginn og er að fara í annað próf núna á miðvikudaginn og var að skila verkefnum í síðustu viku og svo er ég að fara að skila 20 % verkefni á miðvikudaginn þannig að það er bara spurning um að velja á milli í hverju ég ætla að læra núna, prófið eða verkefnið Whistling

En sem sagt hér er nóg að gera og ég er sko alveg með það á hreinu að ég hef allavega ekki undan verkefnaleysi að kvarta. Ég verð reyndar að viðurkenna að ég vinn betur ef það er mikið að gera og ekki of mikill laus tími vegna þess að ef það er þannig þá verð ég svo löt... Svo er alltaf bara spurning um að hafa gaman af því sem verið er að gera... Wizard

Það sem hefur hins vegar fundist vera alveg að rugla mig þessa dagana er umræðan í þjóðfélaginu í dag!! Ég er orðin alveg rugluð á því hver sagði hvað og hver er í stjórn fyrir hvað og hvað er verið að fara að gera næst og ég tala nú ekki um hverjir það eru sem eru að fara að vera vinir okkar og lána okkur og hverjir vilja eitthvað gera og hverjir vilja ekki gera neitt og hvert við eigum að snúa okkur til að fá upplýsingar og hverjir það eru sem gefa réttar upplýsingar og hvað við eigum og hvað við eigum ekki og hvernig það endar í sambandi við þá sem eiga sparifé og hvernig þeir sem eiga ekki sparifé hafa það betra og að best er að eiga ekkert en ef mar á eitthvað hversu mikið er það þá í rauninni og thjaaa já á ég að halda áfram??? W00t

Ég held að þetta sé bara orðið gott og ég verð samt að hafa það með að ég hef aldrei verið jafn ánægð að eiga ekki neitt og vera í skóla. Ég held að það sé aldrei þessu vant best eins og staðan er í dag Sideways

En þar sem ég er sæl og ég er glöð og ég á mat og ég á heimili og ég á börn og ég á skóla óg ég á vini og ég á fína heilsu þá ætla ég bara að segja I LOVE YOU og fara að læra InLove

Kveðja Mona


Hvað vangaveltur geta gefið manni mikið.....

.... kom mér alveg rosalega mikið á óvart. Í síðasta bloggi hjá mér henti ég fram vangaveltum um hvað við gerum miklar kröfur til annarra og okkar sjálfra og ætla ég ekki að fara neitt út í það hér aftur heldur getið þið bara lesið síðustu færslu Wink

En kommentin sem ég fékk á þetta blogg urðu til þess að ég sá hvað ég er ofboðslega heppin með vini og hvað ég þekki gott fólk. Ekki þar fyrir að ég vissi nú reyndar að ég á einsstakar og yndislegar vinkonur en að fá að heyra það svona beint og opinskátt frá þeim út frá eigin vangaveltum gefur manni púst um að halda áfram á sömu braut vitandi af öllum þessum stuðning.

Þannig að ég segi bara takk elsku þið fyrir að gera mig svona glaða í hjartanu InLove

Ég er að hugsa um að hafa þetta ekkert lengra..... Kiss og knús á ykkur öll (væmið ég veit en svona líður mér bara og mér finnst allt í lagi að þið vitið af því)

Kveðja Mona   


Næsta síða »

Höfundur

Monika Margrét Stefánsdóttir
Monika Margrét Stefánsdóttir
Ég er nemi við Háskólann á Akureyri, mamma, vinur og dóttir. Finnst gaman að ferðast, læra nýja hluti og borða góðan mat. Sækist eftir því sem er skemmtilegt og reyni eftir fremsta megni að forðast það sem er leiðinlegt!!
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband